Hoppa yfir valmynd

Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga

Málsnúmer 2008035

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. nóvember 2020 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Lagt fyrir bréf frá Umboðsmanni Barna dagsett 26. ágúst 2020. Í bréfinu hvetur Umboðsmaður Barna sveitarfélög til að skipa í Ungmennaráð eingöngu ungmenni undir kosningaaldri til að tryggja að sjónarmið barna fái vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem varða þau.

Fræðslu- og æskulýðsráð harmar að ekki hafi náðst að skipa í Ungmennaráð í langan tíma og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að leggja fyrir næsta fund Fræðslu- og æskulýðsráðs tilnefningar í ráðið.