Hoppa yfir valmynd

Stytting vinnuvikunnar

Málsnúmer 2008037

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. nóvember 2020 – Bæjarráð

Lagðar fram leiðbeiningar innleiðingarhóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um betri vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar samkvæmt kjarasamningnum. Bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir undirbúning vegna styttingar vinnuvikunnar sem tekur gildi 1. janúar 2021 fyrir dagvinnufólk og þá vinnu sem vinnutímahópar stofnana Vesturbyggðar hafa unnið að síðustu vikur.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði veitt umboð til að yfirfara tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta að þær séu innan ramma kjarasamninga og tilkynna innleiðingahóp Sambands íslenskra sveitarfélaga um niðurstöðurnar.




25. nóvember 2020 – Bæjarstjórn

Bæjarstjóri fór yfir undirbúning vegna styttingar vinnuvikunnar sem tekur gildi 1. janúar 2021 fyrir dagvinnufólk og þá vinnu sem vinnutímahópar stofnana Vesturbyggðar hafa unnið að síðustu vikur.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði veitt umboð til að yfirfara tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta að þær séu innan ramma kjarasamninga og tilkynna innleiðingahóp Sambands íslenskra sveitarfélaga um niðurstöðurnar.