Hoppa yfir valmynd

Nýtt fiskveiðiár 2020-2021 úthlutað aflamark

Málsnúmer 2009010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. september 2020 – Bæjarráð

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Fiskistofu dags. 31. ágúst 2020 þar sem tilkynnt er um úthlutun aflamarks fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 hefjist 1. september 2020.
14. september 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram til kynningar bréf frá Fiskistofu dags. 31. ágúst 2020. Í bréfinu er kynnt aflamark fyrir fiskveiðiárið 2020/2021, stýring fiskveiða með úthlutun kvóta er hornsteinn í því starfi Fiskistofu að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafsins. Að þessu sinni var úthlutað 353.000 tonnum í þorskígildum talið. Þetta er 19.000 þorskígildistonnum minna en úthlutað var við upphaf fyrra fiskveiðiárs.

Alls eru um 4.690 þorskígildistonnun úthlutuð á skip í Vesturbyggð, þar af um 4.316 þorskígildistonn á Patreksfirði.