Hoppa yfir valmynd

Umsókn um framkvæmdaleyfi - OV

Málsnúmer 2009031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. september 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða, dags. 7. september 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu háspennustrengs frá Sandodda í Sauðlaukadal og að Kvígindisdal. Erindinu fylgir samþykki viðkomandi landeigenda sem og uppdrættir er sýna lagnaleiðina.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar jákvæð umsögn Minjavarðarliggur fyrir.
16. september 2020 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir Erindi frá Orkubúi Vestfjarða, dags. 7. september 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu háspennustrengs frá Sandodda í Sauðlaukadal og að Kvígindisdal. Erindinu fylgir samþykki viðkomandi landeigenda sem og uppdrættir er sýna lagnaleiðina.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 76. fundi sínum að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar jákvæð umsögn Minjavarðarliggur fyrir.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umvherfisráðs og samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga þegar jákvæð umsögn minjavarðar liggur fyrir.