Hoppa yfir valmynd

Ósk um staðfestingu landarmerkja, Litla Eyri Bíldudal

Málsnúmer 2009052

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. október 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Helgu Bjarnadóttur f.h. eigenda jarðarinnar Litlu-Eyrar Bíldudal, dags. 10. september 2020. Í erindinu er óskað eftir staðfestingu formlegra landmerkja milli Litlu-Eyrar og lands Vesturbyggðar í Bíldudal er liggur að þorpinu á Bíldudal. Erindinu fylgir afrit af afsali dags. 19. feb 1963, afrit af lóðarleigusamningi fyrir Arnarbakka 8 dags. 7. nóv 1984. ásamt lóðarblaði. Þá fylgir erindinu loftmynd með innfærðri(hnitsettri) landamerkjalínu sem gengur skáhallt gegnum(vestur) lóðirnar Arnarbakka 4, 6 og 8 á Bíldudal. Loftmyndin er dags. 15. júní, unnin af Verkís.

Á 892. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 10. mars 2020 var tekið fyrir minnisblað byggingarfulltrúa ásamt drögum að landamerkjayfirlýsingu fyrir mörk jarðanna Litlu-Eyrar og lands í eigu Vesturbyggðar er liggur að fyrrgreindum mörkum.

Ljóst er að nokkuð ber í milli á skilningi málsaðila á landamerkjum og fyrirliggjandi gögnum.

Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og felur byggingarfulltrúa að afla frekari gagna.