Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn um byggingarlóð.

Málsnúmer 2009060

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. október 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Guðbjarti G. Egilssyni dags. 10. september 2020. Í erindinu er óskað eftir lóð fyrir u.þ.b. 100m2 stálgrindar atvinnuhúsnæði/geymslu við Rauðakross húsið á Patreksfirði eða á öðrum hentugum stað.

Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í erindið en getur því miður að svo stöddu ekki úthlutað lóð við Rauðakrosshúsið þar sem það er skilgreint samkvæmt gildandi aðalskipulagi opið svæði og verður framtíðarnotkun svæðisins endurskoðuð í tengslum við vinnu við gerð nýs aðalskipulags sem nú stendur yfir. Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að skoða mögulegar lóðir í Mikladal með umsækjenda.