Hoppa yfir valmynd

Muggsstofa - samfélagsmiðstöð á Bíldudal

Málsnúmer 2009065

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. nóvember 2021 – Bæjarráð

Lagður fyrir til staðfestingar undirritaður samstarfs- og húsaleigusamningur vegna reksturs Muggsstofu á Bíldudal. Muggsstofa er samfélags- og nýsköpunarmiðstöð á Bíldudal sem hýsir meðal annars félagsstarf aldraðra, starfsemi bóksafns Bíldælinga, þar er aðstaða fyrir störf án staðsetningar og námsmenn. Einnig er þar aðstaða fyrir starfsmenn Vesturbyggðar. Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar er með starfsstöð sína í Muggsstofu. Muggsstofa er staðsett í Skrímslasetrinu á Bíldudal, Strandgötu 7.

Bæjaráð staðfestir samninginn.