Hoppa yfir valmynd

Leiksvæði á Björgunum

Málsnúmer 2009088

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. september 2020 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Gunnþórunn Bender f.h. íbúa á Björgunum á Patreksfirði. Í erindinu er óskað eftir aðstoð Vesturbyggðar við að útbúa leiksvæði í götunni enda hafi fjöldi barna aukist mikið undanfarin ár. Þá sé langt fyrir börn að ganga á næsta leiksvæði. Í erindinu er lagt til að leiksvæðið verði á lóð fyrir ofan Aðalstræti 118.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og byggingafulltrúa að vinna að nánari tillögu ásamt fulltrúum íbúa á Björgum og vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs.




15. október 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram erindi frá Gunnþórunn Bender f.h. íbúa á Björgunum á Patreksfirði, dags. 25. september 2020. Erindinu vísað til skipulags- og umhverfisráðs frá 905. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 30. september 2020. Í erindinu er óskað eftir aðstoð Vesturbyggðar við að útbúa leiksvæði í götunni enda hafi fjöldi barna aukist mikið undanfarin ár. Þá sé langt fyrir börn að ganga á næsta leiksvæði. Í erindinu er lagt til að leiksvæðið verði á lóð fyrir ofan Aðalstræti 118.

Bæjarráð tók jákvætt í erindið og fól sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og byggingafulltrúa að vinna að nánari tillögu ásamt fulltrúum íbúa á Björgum.

Skipulags- og umhverfisráð tekur undir bókun bæjarráðs og tekur jákvætt í erindið. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að undirbúa grenndarkynningu vegna leiksvæðisins.




19. nóvember 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu. Samþykkt var á 77. fundi skipulags- og umhverfisráðs að grenndarkynna nýtt leiksvæði á lóðinni að Aðalstræti 118, Patreksfirði. Grenndarkynningin var auglýst 22. október með athugasemdafrest til 12. nóvember.

Engin athugasemd barst við grenndarkynninguna.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir grenndarkynninguna.




4. ágúst 2021 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Gunnþórunn Bender f.h. íbúa á Björgunum á Patreksfirði. Í erindinu er óskað eftir aðstoð Vesturbyggðar við að útbúa leiksvæði í götunni. Tillaga að nýju leiksvæði á lóðinni að Aðalstræti 118 var grendarkynnt 22. október 2020 og engar athugasemdir bárust.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ræða við bréfritara um framhald málsins.