Hoppa yfir valmynd

Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Fossá m.Hamri Barðaströnd

Málsnúmer 2010027

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. apríl 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram erindi Bjarna Össurarsonar Rafnar og Sigrúnar Þorgeirsdóttur dags. 1. október 2020 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Fossár (landnúmer 139798) á 21.5 ha svæði. Meðfylgjandi erindinu er hnitsettur uppdráttur, fornleifaskráning og umsögn Minjavarðar.

Skógræktarsvæðið var áður nýtt sem beitiland en búskapur hefur ekki verið á jörðinni í fjölda ára. Svæðið er ekki á náttúruminjaskrá eða nýtur sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd. Alls voru skráðir 19 stakir minjastaðir innan og skammt utan svæðisins. 13 þeirra eru búsetuminjar jarðarinnar Fossár og 6 tengjast leið yfir Fossárháls. 17 minjar eru sýnilegar og 2 eru heimildir um minjar. Svæðið sem um ræðir er á Öskjudal, milli Bóllækjar og Öskjudalsár, ofan núverandi þjóðvegar. Sérstök aðgát skal höfð við framkvæmdir og rask í nágrenni skráðra fornleifa og ofangreindir minjastaðir njóta 15 metra friðhelgs svæðis við hverskonar framkvæmdir skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland og heimilt að vera með skógrækt.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
28. apríl 2021 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi Bjarna Össurarsonar Rafnar og Sigrúnar Þorgeirsdóttur dags. 1. október 2020 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Fossár (landnúmer 139798) á 21.5 ha svæði. Meðfylgjandi erindinu er hnitsettur uppdráttur, fornleifaskráning og umsögn Minjavarðar.

Skógræktarsvæðið var áður nýtt sem beitiland en búskapur hefur ekki verið á jörðinni í fjölda ára. Svæðið er ekki á náttúruminjaskrá eða nýtur sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd. Alls voru skráðir 19 stakir minjastaðir innan og skammt utan svæðisins. 13 þeirra eru búsetuminjar jarðarinnar Fossár og 6 tengjast leið yfir Fossárháls. 17 minjar eru sýnilegar og 2 eru heimildir um minjar. Svæðið sem um ræðir er á Öskjudal, milli Bóllækjar og Öskjudalsár, ofan núverandi þjóðvegar. Sérstök aðgát skal höfð við framkvæmdir og rask í nágrenni skráðra fornleifa og ofangreindir minjastaðir njóta 15 metra friðhelgs svæðis við hverskonar framkvæmdir skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland og heimilt að vera með skógrækt.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 83. fundi sínum 21. apríl sl. og samþykkti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn staðfestir bókun skipulags og umhverfisráðs.