Hoppa yfir valmynd

Umsókn um framkvæmdaleyfi - urðun.

Málsnúmer 2010029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. október 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi Íslenska kalkþörungafélagsins dags. 9. september 2020. í erindinu er sótt um urðun á óvirku efni ofan við Völuvöll á Bíldudal. Meðfylgjandi umsókninni er yfirlitsmynd og framkvæmdalýsing.
Um er að ræða urðun á náttúrulegu efni, möl og kalk og verið er að nýta efnið til að ganga frá aflögðu efnistökusvæði. Svæðið sem um ræðir er á svæði sem skilgreint er sem opið svæði til sérstakra nota en efnismagn og fyrirætlanir samræmast skilmálum aðalskipulagsins.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt með þeim skilyrðum sem fram koma í framkvæmdaleyfisumsókninni hvað varðar frágang, tímamörk og efnismagn. Lokafrágangur skal unninn í samráði við Vesturbyggð.
21. október 2020 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir erindi Íslenska kalkþörungafélagsins dags. 9. september 2020. í erindinu er sótt um urðun á óvirku efni ofan við Völuvöll á Bíldudal. Meðfylgjandi umsókninni er yfirlitsmynd og framkvæmdalýsing.
Um er að ræða urðun á náttúrulegu efni, möl og kalk og verið er að nýta efnið til að ganga frá aflögðu efnistökusvæði. Svæðið sem um ræðir er á svæði sem skilgreint er sem opið svæði til sérstakra nota en efnismagn og fyrirætlanir samræmast skilmálum aðalskipulagsins.

Til máls tóku: Forseti, GE og FM.

Bæjarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með þeim skilyrðum sem fram koma í framkvæmdaleyfisumsókninni hvað varðar frágang, tímamörk og efnismagn. Lokafrágangur skal unninn í samráði við Vesturbyggð.