Hoppa yfir valmynd

Staðir-Places 2021 - Styrkbeiðni

Málsnúmer 2010054

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. desember 2020 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagt fyrir erindi frá myndlistarhátíðinni Staðir/Places dag. 14.október 2020.
Staðir er sýningarverkefni á sunnanverðum Vestfjörðum sem hóf göngu sína árið 2014 og fer fram annað hvert ár. Verkefnið skiptist í vinnustofudvöl og sýningar annað hvert ár þar sem listamönnum er boðið að dvelja og vinna að verki áður en því er hrint í framkvæmd og sýnt að ári liðnu.
Sótt er um styrk að upphæð 200 þúsund krónum árlega, næst fyrir árið 2021 ásamt því að sjá listamönnum fyrir sameiginlegu húsnæði á meðan uppsetning sýninganna er í gangi.

Menningar-og ferðamálaráð tekur jákvætt í verkefnið og vísar málinu til umfjöllunar bæjarráðs.
17. desember 2020 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi frá myndlistarhátíðinni Staðir/Places dags. 14.október 2020. Staðir er sýningarverkefni á sunnanverðum Vestfjörðum sem hóf göngu sína árið 2014 og fer fram annað hvert ár. Verkefnið skiptist í vinnustofudvöl og sýningar annað hvert ár þar sem listamönnum er boðið að dvelja og vinna að verki áður en því er hrint í framkvæmd og sýnt að ári liðnu. Sótt er um styrk að upphæð 200 þúsund krónum árlega, næst fyrir árið 2021 ásamt því að sjá listamönnum fyrir sameiginlegu húsnæði á meðan uppsetning sýninganna er í gangi. Menningar- og ferðamálaráð tók jákvætt í verkefnið á 13. fundi sínum 8. desember sl. og vísaði því til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir óbreyttan styrk.