Hoppa yfir valmynd

Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - íbúðarsvæði við Hafnarbraut, Bíldudal

Málsnúmer 2010079

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. október 2020 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna íbúðarsvæðis við Hafnarbraut á Bíldudal. Breytingin fjallar um breytingu á afmörkun íbúðarsvæðis við Hafnarbraut og stækkar það nokkuð á kostnað opins svæðis.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir að skipulagslýsingin verði kynnt opinberlega skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsing verði einnig tekin til meðferðar í samræmi við 40. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða.




19. nóvember 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til kynningar skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna íbúðarsvæðis við Hafnarbraut á Bíldudal. Breytingin fjallar um breytingu á afmörkun íbúðarsvæðis við Hafnarbraut og stækkar það nokkuð á kostnað opins svæðis.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti að skipulagslýsingin verði kynnt opinberlega skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsing verði einnig tekin til meðferðar í samræmi við 40. gr. sömu laga. á 353. fundi sínum sem haldinn var 29. október 2020.




7. desember 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, vegna íbúðarsvæðis við Hafnarbraut, Bíldudal. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 28.10.2020.

Breytingin felst í breyttri afmörkun á íbúðarsvæði við Hafnarbraut og það stækkað niður fyrir Hafnarbraut yfir á landfyllingu. Opið svæði til sérstakra nota Ú7 minnkar sem því nemur.

Gera þarf breytingu á tillögunni til samræmis við það deiliskipulag sem til umfjöllunar er nú, sbr. 3. fundarlið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.




9. desember 2020 – Bæjarstjórn

Lögð fram breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, vegna íbúðarsvæðis við Hafnarbraut, Bíldudal. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 28. október 2020. Breytingin felst í breyttri afmörkun á íbúðarsvæði við Hafnarbraut og það stækkað niður fyrir Hafnarbraut yfir á landfyllingu. Opið svæði til sérstakra nota Ú7 minnkar sem því nemur. Skipulags- og umvherfisráð tók málið fyrir á 79. fundi ráðsins þar sem bókað var að gera þurfi breytingu á tillögunni til samræmis við það deiliskipulag sem til umfjöllunar er á 8. lið dagskrárinnar.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.




11. mars 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna stækkunar íbúðarsvæðis við Hafnarbraut á Bíldudal.
Tillagan var auglýst frá 7. janúar 2021 til 19. febrúar 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsagnir liggja fyrir frá Minjastofnun, siglingasviði Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.

Setja þarf inn ákvæði um lágmarkshæð húss þar sem um er að ræða íbúðarsvæði á
lágsvæði í samræmi við tölvupóstsamskipti skipulagsfulltrúa og siglingasviðs Vegagerðarinnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




17. mars 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar vegna stækkunar íbúðarsvæðis við Hafnarbraut á Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 7. janúar 2021 til 19. febrúar 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsagnir liggja fyrir frá Minjastofnun, siglingasviði Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Setja þarf inn ákvæði um lágmarkshæð húss þar sem um er að ræða íbúðarsvæði á lágsvæði í samræmi við tölvupóstsamskipti skipulagsfulltrúa og siglingasviðs Vegagerðarinnar. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 82. fundi sínum 11. mars sl. og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn staðfestir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða tillöguna í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.