Hoppa yfir valmynd

Bedford slökkvibíll

Málsnúmer 2010082

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. október 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 28. október 2020. Í minnisblaðinu er fjallað um Bedford slökkvibílinn sem hefur gengt þjónustu á Patreksfirði um áratuga skeið. Bifreiðin hefur nú lokið hlutverki sínu og hafa staðið yfir viðræður við söfn sem mögulega hefðu áhuga á að varðveita bílinn. Bifreiðin hefur verið afskrifuð fyrir nokkrum árum og verðmæti talið lítið. Leggur slökkviliðsstjóri til að Vesturbyggð afhendi Samgöngusafninu í Stóragerði, kt. 450713-0230, Bedford slökkvibílinn með fastnúmer DA-045 (B-599)til eignar og varðveislu án endurgjalds.

Bæjarráð samþykkir tillögu slökkviliðsstjóra.