Hoppa yfir valmynd

Ósk um umsagnarbeiðni vegna breytingar á starfsleyfi Arnarlax í Patreksfirði og Tálknafirði

Málsnúmer 2011002

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. nóvember 2020 – Bæjarráð

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. október 2020 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar, hvort og á hvaða forsendum breyting á skilyrðum í starfsleyfi Arnarlax í Patreksfirði og Tálknafirði, skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Breyting á starfsleyfi felur í sér að heimilt verði að notast við eldisnætur með ásætuvörn sem inniheldur koparoxíð. Vesturbyggð fékk frest til 18. nóvember nk. til að skila umsögn um málið.

Bæjarstjóra falið að skila umsögn um breytinguna í samræmi við umræður á fundinum og með hliðsjón af umsögn sveitarfélagsins til umhverfisstofnunar dags. 17. júlí 2020 vegna sambærilegrar breytingar á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. og að undangenginni umfjöllun í hafna- og atvinnumálaráði.
11. nóvember 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Valdimar B. Ottósson vék af fundi.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. október 2020 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar, hvort og á hvaða forsendum breyting á skilyrðum í starfsleyfi Arnarlax í Patreksfirði og Tálknafirði, skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Breyting á starfsleyfi felur í sér að heimilt verði að notast við eldisnætur með ásætuvörn sem inniheldur koparoxíð. Vesturbyggð fékk frest til 18. nóvember nk. til að skila umsögn um málið.

Bæjarráð Vesturbyggðar tók umsagnarbeiðnina fyrir á 908. fundi sínum og bókaði eftirfarandi:

Bæjarstjóra falið að skila umsögn um breytinguna í samræmi við umræður á fundinum og með hliðsjón af umsögn sveitarfélagsins til umhverfisstofnunar dags. 17. júlí 2020 vegna sambærilegrar breytingar á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. og að undangenginni umfjöllun í hafna- og atvinnumálaráði.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að skila umsögn ráðsins til bæjarstjóra.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.