Hoppa yfir valmynd

Strandverðir Íslands

Málsnúmer 2011008

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. nóvember 2020 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá Þórarni Tota Ívarssyni fyrir hönd Veraldarvina, dags. 3. nóvember 2020 vegna verkefnisins Strandverðir Íslands. Verkefnið felur í sér hreinsun á öllum ströndum Íslands með íslenskum og erlendum sjálfboðaliðum og mynda um leið hópa af strandvörðum um allt land sem hafa það hlutverk að viðhalda ströndum landsins þegar búið er að hreinsa þær. Í erindu er íbúum í Vesturbyggð boðið að taka þátt í þessu verkefni næstu árin. Í erindinu er óskað eftir samstarfi við sveitarfélög, um aðgang að sundlaug, söfnun og tjaldstæðum fyrir þá sjálfboðaliða sem vinna í verkefninu sem og aðstoða við kynningu verkefnisins meðal íbúa.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.