Hoppa yfir valmynd

Veðyfirlýsing vegna lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

Málsnúmer 2011012

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. nóvember 2020 – Bæjarráð

Farið var yfir ábendingar Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga vegna bókana bæjarstjórnar Vesturbyggðar vegna lántöku hjá sjóðnum fyrir árin 2016, 2019 og 2020, en láðst hafði í bókunum að tilgreina samþykki fyrir veitingu veðs í tekjum sveitarfélagsins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að samþykkt verði í samræmi við reglugerð um tryggingu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. í tekjum sveitarfélags nr. 835/2012, að veitt verði veð í tekjum Vesturbyggðar til lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga umrædd ár.




25. nóvember 2020 – Bæjarstjórn

Ræddar voru ábendingar Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga vegna bókana bæjarstjórnar Vesturbyggðar vegna lántöku hjá sjóðnum fyrir árin 2016, 2019 og 2020, en láðst hafði í bókunum að tilgreina samþykki fyrir veitingu veðs í tekjum sveitarfélagsins. Bæjarráð lagði til á 908. fundi 10. nóvember sl. að bæjarstjórn samþykki, í samræmi við reglugerð um tryggingu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. í tekjum sveitarfélags nr. 835/2012, að veitt verði veð í tekjum Vesturbyggðar til lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga umrædd ár.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir í samræmi við reglugerð nr. 835/2012, að veita Lánasjóði sveitarfélaga ohf., kt. 580406-1100, veð í tekjum sínu til tryggingar eftirfarandi lánum hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

1603012 - frá 31.3.2016, 1606024 - frá 1.6.2016 , 1606030 - frá 1.7.2016, 1608034 - frá 5.8.2016, 1610043 - frá 10.10.2016, 1611047 - frá 8.11.2016, 1902011 - frá 22.2.2019, 1906041 - frá 20.6.2019, 1910065 - frá 10.10.2019, 2002015 - frá 10.2.2020, 2005040 - frá 5.5.2020 og 2005053 - frá 28.5.2020

Til tryggingar ofnagreindum lánum allt að 374 milljónir árið 2016, 170 milljónir árið 2019 og 143 milljónir árið 2020, (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins Vesturbyggðar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sveitarfélagsins og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir jafnframt að veita Lánasjóði sveitarfélaga ohf., kt. 580406-1100, veð í tekjum sínu til tryggingar á viðbótarlánum á árinu 2020, að hámarki 190 milljónir sem samþykkt var að veita heimild fyrir á 349. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar þann 16. Júni 2020.

Til tryggingar lánum (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins Vesturbyggðar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sveitarfélagsins og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.