Hoppa yfir valmynd

Umsókn um framkvæmdaleyfi. Patreksfjarðarflugvöllur.

Málsnúmer 2011022

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. nóvember 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi Arnarlax hf. dags. 5.nóvember 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun á vesturenda flugbrautar í Sauðlauksdal, grjótvörn við enda flugbrautar og girðingu við sitthvorn kantinn. Umsækjandi hefur haft svæðið á leigu frá Ríkiseignum og fer kvíasmíði fram á svæðinu. Samþykki landeigenda fylgir með erindinu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands.
25. nóvember 2020 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir erindi Arnarlax ehf. dags. 5. nóvember 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun á vesturenda flugbrautar í Sauðlauksdal, grjótvörn við enda flugbrautar og girðingu við sitthvorn kantinn. Umsækjandi hefur haft svæðið á leigu frá Ríkiseignum og fer kvíasmíði fram á svæðinu. Samþykki landeigenda fylgir með erindinu.

Til máls tók: Forseti

Bæjarastjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands.