Hoppa yfir valmynd

Bíldudalur, Grjótgarður og útrás. Framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 2011024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. nóvember 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi, dagsett 9. nóvember 2019. Umsækjandi er Hafnasjóður Vesturbyggðar. Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir grjótgarði, breytingum á fráveitu og fyllingu innan fyrirstöðugarðs austan við núverandi höfn á Bíldudal.

Helstu tölur eru eftirfarandi:

Fylling undir grjótgarð um 15.000m3.
Útlögn grjóts og sprengds kjarna um 15.500m3.
Lagning 180m fráveitu-útrásar
Akstur fyllingarefnis í lón innan við fyrirstöðugarð um 40.000m3

Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag hafnarsvæðis á Bíldudal.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 á grundvelli gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.




25. nóvember 2020 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir umsókn Hafnasjóðs Vesturbyggðar um framkvæmdaleyfi, dags. 9. nóvember 2020. Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir grjótgarði, breytingum á fráveitu og fyllingu innan fyrirstöðugarðs austan við núverandi höfn á Bíldudal. Hafna- og atvinnumálaráð tók umsóknina fyrir á 25. fundi sínum, 11. nóvember sl. og samþykkti útgáfu framkvæmdaleyfis. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag hafnarsvæðis á Bíldudal.

Helstu tölur eru eftirfarandi:

Fylling undir grjótgarð um 15.000 m3.
Útlögn grjóts og sprengds kjarna um 15.500 m3.
Lagning 180m fráveitu-útrásar
Akstur fyllingarefnis í lón innan við fyrirstöðugarð um 40.000 m3

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grundvelli gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.