Hoppa yfir valmynd

Málefni alraðra á tímum Covidö19

Málsnúmer 2011025

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. nóvember 2020 – Velferðarráð

Sviðsstjóri fór yfir starfssemi í málaflokki aldraðra nú á tímum Covid-19.
Eyraseli hefur verið haldið opnu en með takmörkunum og hefur eldri borgurum einungis boðist að vera einn dag í viku til að passa fjölda og að hægt sé að virða tveggja metra regluna.
Félagstarfið Laufið á Barðaströnd er ekki hafið þennan veturinn og verður tekin ákvörðun um hvenær það hefst eftir 17.nóvember.
Búið er að auglýsa eftir starfsmanni til að vinna að málefnum aldraða á Bíldudal og verður það sem hluti af starfi í Muggsstofu.
Vindheimar á Tálknafirði hafa verið opnir eins og hefð er fyrir.
Heimaþjónusta hefur haldist óbreytt og eins heimsendur matur.