Hoppa yfir valmynd

Breyting á eldissvæðum Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patreksfirði og Tálknafirði. Umsagnarbeiðni og rafræn greinargerð

Málsnúmer 2011043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. nóvember 2020 – Bæjarráð

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. nóvember 2020 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um matsskyldufyrirspurn vegna breytinga á eldissvæðum í Patreksfirði og Tálknafirði. Óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Bæjarstjóra falið að skila umsögn um breytinguna í samræmi við umræður á fundinum og að undangenginni umfjöllun í hafna- og atvinnumálaráði.
2. desember 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. nóvember 2020 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um matsskyldufyrirspurn vegna breytinga á eldissvæðum í Patreksfirði og Tálknafirði. Óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Inn á fundinn komu Þorsteinn Másson og Jón Garðar Jörundsson frá Arnarlax og Eva Dögg Jóhannesdóttir frá Arctic Fish og kynntu áform um breytingu á eldissvæðum.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að skila inn umsögn um breytinguna í samræmi við umræðu á fundinum og í samráði við bæjarstjóra.
17. desember 2020 – Bæjarráð

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. nóvember 2020 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um matsskyldufyrirspurn vegna breytinga á eldissvæðum í Patreksfirði og Tálknafirði. Óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Hafna- og atvinnumálaráð fjallaði um málið á 26. fundi sínum 2. desember sl. þar sem áform um breytingu á eldissvæðunum voru kynnt.

Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemd við breytingu á eldissvæðunum í Patreksfirði og Tálknafirði en ítrekar mikilvægi þess að litið sé til siglingaleiða við nánari staðsetningu eldissvæðanna. Þá ítrekar bæjarráð mikilvægi þess að við vinnslu strandsvæðaskipulags fyrir Vestfirði sé litið til skipulags og staðsetningu eldiskvíasvæða sem og að hugað verði að því að tryggja aðliggjandi sveitarfélögunum skýra tekjustofna af eldismannvirkjum með sambærilegum hætti og gert er með önnur mannvirki á landi í formi fasteignagjalda.