Hoppa yfir valmynd

Strönd ehf. - slit félags

Málsnúmer 2011056

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. nóvember 2020 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur dags. 18. nóvember 2020 frá Ólöfu S. Pálsdóttur vegna sölu húsnæðis Saumastofunnar Strandar ehf. en til stendur að slíta félaginu. Vesturbyggð (fyrrum Barðastrandarhreppur) átti 16,85% af hlutafé félagsins. Þrír stærstu hluthafar félagsins hafa ákveðið að gefa arð sinn til góðgerðarmála.

Bæjarráð samþykkir að gefa andvirði síns hluta í Strönd ehf. til Ungmennafélags Barðstrendinga.
25. nóvember 2020 – Bæjarstjórn

Lagður fram tölvupóstur dags. 18. nóvember 2020 frá Ólöfu S. Pálsdóttur vegna sölu húsnæðis Saumastofunnar Strandar ehf. en til stendur að slíta félaginu. Vesturbyggð (fyrrum Barðastrandarhreppur) átti 16,85% af hlutafé félagsins. Þrír stærstu hluthafar félagsins hafa ákveðið að gefa arð sinn til góðgerðarmála. Bæjarráð samþykkti á 909. fundi ráðsins, 20. nóvember sl. að gefa andvirði hluta Vesturbyggðar í Strönd ehf. til Ungmennafélags Barðstrendinga.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs