Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 323 um fæðingar- og foreldraorlof. Ósk um umsögn.

Málsnúmer 2011070

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

3. desember 2020 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 25. nóvember 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323.mál.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður að fundinum sem snúa að mismunun foreldra af landsbyggðinni sem þurfa að sækja fæðingarþjónustu um langan veg og oft á tíðum að dvelja fjarri heimilum sínum svo vikum skiptir.