Hoppa yfir valmynd

Bókasöfn Vesturbyggðar - kynning

Málsnúmer 2012003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. febrúar 2021 – Menningar- og ferðamálaráð

Alda Hrannardóttir forstöðumaður bókasafnanna í Vesturbyggð kom inn á fundinn og kynnti starfsemi bókasafnanna. Farið var yfir gestakomur, uppbyggingu skólabókasafna, samstarf milli byggðakjarna og starf með eldri borgurum, svo eitthvað sé nefnt.

Menningar-og ferðamálaráð þakkar Öldu fyrir kynninguna og fagnar þróun og uppbyggingu bókasafnanna á svæðinu.