Hoppa yfir valmynd

Vetrarþjónusta á Rauðasandsvegi (614)

Málsnúmer 2012017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. desember 2020 – Bæjarráð

Rætt um vetrarþjónustu á Rauðasandsvegi (614), ábendingar frá Mjólkursamsölunni vegna mjólkursöfnunar sem og svör samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Vegagerðarinnar vegna kröfu um aukna vetrarþjónustu. Samkvæmt svörum ráðuneytisins og Vegagerðarinnar er ekki unnt að verða við beiðni Vesturbyggðar um aukna vetrarþjónustu þar sem vetrardagsumferð næsta tengivegar, Örlygshafnarvegar (612) er of lág, eða 75 bílar á sólarhring sem og að Rauðasandsvegur er skilgreindur sem héraðsvegur sem Vegagerðinni veitir ekki vetrarþjónustu á.

Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af lágu þjónustustigi þegar kemur að vetrarþjónustu á Rauðasandsvegi og áhrifum þess fyrir öryggi íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Vesturbyggð í góðu samstarfi við Vegagerðina mun áfram tryggja eftir fremsta megni helmingamokstur, m.a. á þeim dögum þar sem mjólkursöfnun fer fram.