Hoppa yfir valmynd

Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2021

Málsnúmer 2012019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. febrúar 2021 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir fyrstu úthlutun ársins 2021. Alls bárust sex umsóknir.

1.Matteo Tarsi óskar eftir styrk að upphæð 100 þús krónum vegna útgáfu afmælisrits prófessors Jóns Axels Harðarsonar Patreksfirðings. Matteo er ritstjóri verksins.

Verkefnið hófst árið 2018 og verður útkoma þess 450 bls. bók þar sem 20 málvísindamenn frá öllum heimshornum, þar á meðal Íslandi, skrifa grein Jóni Axeli til heiðurs, en hann verður 65 ára í október 2021.

Menningar- og ferðamálaráð hafnar styrkbeiðninni og óskar umsækjanda góðs gengis.

2. Hringleikur - sirkuslistafélag óskar eftir styrk að upphæð 250 þúsund krónum vegna sirkussýningarinnar Allra veðra von.

Hringleikur mun ferðast um Vestfirði sumarið 2021, með verkið Allra veðra von, og sótt er um styrk til að halda sýningu á Patreksfirði. Sýningin er sýnd utandyra þar sem sirkuslistir, leikræn tjáning, náttúra og umhverfi spila saman og mynda einstaka upplifun áhorfenda. Sýningin er aðgengileg breiðum áhorfendahópi, hvort sem um ræðir aldurshóp, þjóðerni eða búsetu.

Menningar-og ferðamálaráð samþykkir að veita verkefninu styrk að upphæð 100 þúsund krónum, í samræmi við úthlutunarreglur ráðsins.

3. Vefritið Úr Vör sækir um styrk að upphæð 100 þúsund krónum vegna pistlaskrifa frá sunnanverðum Vestfjörðum.

Verkefnið snýst um að lausapennar frá sunnanverðum Vestfjörðum skrifi þrjár greinar í mánuði næstu þrjá mánuðina, í febrúar, mars og apríl, fyrir vefritið. Lesendahópur vefritsins fer sífellt stækkandi og er því talin góð auglýsing fyrir svæðið sem er talið geta haft margvísleg jákvæð áhrif.

Menningar-og ferðamálaráð hafnar styrkbeiðninni og óskar umsækjanda góðs gengis.

4. Norræna félagið í Vestur-Barð sækir um styrk að upphæð 400 þúsund krónum vegna verkefnisins Tengsl og vinabæjarheimsóknir.

Sótt er um styrk fyrir ferðakostnaði vegna vinabæjarheimsókna fyrir tvo fulltrúa Norræna félagsins og tvö ungmenni úr sveitarfélaginu.

Menningar-og ferðamálaráð hafnar styrkbeiðninni og óskar umsækjanda góðs gengis.

María Ósk Óskarsdóttir vék af fundi.

5. Þjóðbúningafélagið Auður á sunnanverðum Vestfjörðum sækir um styrk að upphæð 120 þúsund krónum.

Félagið stendur fyrir námskeiði þar sem markmiðið er að kenna námskeiðsgestum að sauma íslenska þjóðbúninginn. Fenginn er kennari til að koma vestur og sótt er um styrk fyrir húsaleigu í FHP ásamt ferðakostnaði og gistingu fyrir kennara.

Menningar-og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 60 þúsund krónum.

María Ósk Óskarsdóttir kom aftur inn á fundinn.

Svanhvít Sjöfn Skjaldarsdóttir vék af fundi og tók formaður við fundarritun.

6. Flak ehf. sækir um styrk að upphæð 100 þúsund krónum vegna verkefnisins Ljósmyndasýning á FLAK.

FLAK hefur sankað að sér þúsundum gamalla ljósmynda í samstarfi við Ljósmyndasafn Vestur-Barðastrandasýslu og er markmiðið að varðveita og sýna þessi menningarverðmæti. Áætlað er að nota þennan efnivið og setja upp nokkrar mismunandi sýningar með ákveðnum þemum. Áður hefur verið sett upp sýningin sem bar heitið Af láði og legi þar sem þemað var sjávartengdar svipmyndir frá Patreksfirði teknar um miðbik 20.aldar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvert þema næstu sýningar verður en það mun beinast að húsakynnum og mannlífi bæjarins.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita verkefninu styrk að upphæð 100 þúsund krónum.

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir kom aftur inn á fundinn og tók við fundarritun.




14. september 2021 – Menningar- og ferðamálaráð

Styrkbeiðni barst frá Þjóðleikhúsinu varðandi sýningu fyrir efsta stig grunnskólanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Ráðið samþykkir styrk að upphæð 30.000 krónur.

Styrkbeiðni barst frá Café Dunhaga varðandi menningarhátíð sem haldin verður 2022. Ráðið samþykkir styrk að upphæð 100.000.

Gauja Hlín vék af fundi

Styrkbeiðni barst frá foreldrafélagi barna í Bíldudalsskóla fyrir menningarferðum barnanna. Ráðið samþykkir styrk að upphæð 100.000

Gauja Hlín kom aftur inná fund

Styrkbeiðni barst frá Fríðu Ísberg varðandi námskeið í skapandi skrifum og Höfundakvöld á Flak. Ráðið samþykkir styrk að upphæð 100.000

Styrkbeiðni barst frá Tómasi Ævari Ólafssyni varðandi námskeið í skapandi skrifum og Höfundakvöld á Flak. Ráðið samþykkir styrk að upphæð 100.000




15. desember 2021 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir fjórðu úthlutun ársins 2021. Alls bárust fimm umsóknir.

1. Flak óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna jólatónleika Margrétar Eirar á Flak.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

2. Kómedíuleikhúsið óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna sýningarinnar Bíldudalsprinsinn fyrir eldri borgara á Bíldudal. Með dagskránni er verið að minnast eins mesta listamannas Bíldudals, Muggs. Áætlað er að sýning verði í byrjun árs 2022

Menningar- og ferðamálaráð fagnar erindinu og samþykkir að veita styrkinn.

3. Kristín Mjöll Jakobsdóttir óskar eftir styrk að upphæð 200.000 krónur vegna verkefnisins Byggjum brýr - eflum tónlistariðkun í jaðarbyggðum. Tilgangur verkefnisins er að efla tónlistariðkun í einangruðum byggðum og stuðla að samstarfi milli byggðanna vestast og austast á Íslandi.

Menningar- og ferðamálaráð fagnar erindinu og samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000 krónur í samræmi við reglur.

4. Kómedíuleikhúsið óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna sýningarinnar Bíldudalsprinsinn fyrir eldri borgara á Patreksfirði. Áætlað er að sýning verði í byrjun árs 2022

Menningar- og ferðamálaráð fagnar erindinu og samþykkir að veita styrkinn.

5. Daníel Andri Eggertsson óskar eftir styrk að upphæð 150.000 krónur vegna DANDRA - tónleika á FLAK.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000 krónur líkt og reglur segja til um.