Hoppa yfir valmynd

Bláfáni 2021

Málsnúmer 2101010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. maí 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram til kynningar bréf frá Vottunarstofunni Tún ehf, dags. 3. maí. Í erindinu er tilkynnt um að alþjóðleg vottunarnefnd Bláfánans hefur ákveðið að veita Bíldudals- og Patrekshöfn vottun skv. kröfum Bláfánans tímabilið 2021-2022.

Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjálfbærri sjávarferðamennsku (t.d. hvalaskoðunarbátum) fyrir árangursríkt starf í umhverfismálum. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Bláfáninn er tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum og bætir ímynd og ásýnd rekstraraðila þar sem hann blaktir við hún.

Patrekshöfn hefur flaggað bláfánanum frá 2013 og Bíldudalshöfn frá 2014.

Hafna- og atvinnumálaráð fagnar þessari viðurkenningu.