Hoppa yfir valmynd

Samgöngur Ferjan Baldur

Málsnúmer 2101014

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. desember 2020 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 07.12.2020 varðandi aukaferðir ferjunnar Baldurs.

Nefndin telur rétt að horft sé til þess að fjölga þeim ferðum sem eru til úthlutunar úr sérstökum pottum og þannig komið til móts við þá þörf sem er til staðar til að fjölga ferðum ferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörð. Þá áréttar nefndin að það er ekki skilgreint hlutverk sveitarfélaga að tryggja að samgöngur á milli landshluta séu í lagi. Það er hlutverk ríkisins og því nauðsynlegt að ríkisvaldið leggi til það fé sem þarf til að tryggja þá ferjuþjónustu sem nauðsynleg er.