Hoppa yfir valmynd

Almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

Málsnúmer 2101015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. desember 2020 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Umræður um almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum og væntanlegt tilraunaverkefni vegna þeirra.

RH og ÓÞÓ gerðu grein fyrir stöðu þróunarverkefnis vegna almenningssamgangna.




13. október 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna fóru yfir stöðu almenningssamgangna á sunnanverðum Vestfjörðum.




25. nóvember 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lögð fram greinagerð íþrótta- og tómstundafulltrúa á sunnanverðum Vestfjörðum um almenningssamgöngur í sveitarfélögunum tveimur. Greinagerðin dags. 14. október 2021 var unnin að beiðni Vegagerðarinnar. Í greinagerðinni er farið yfir skipulag almenningssamganga, en þrjár ferðir fara daglega milli byggðakjarnanna þriggja. Daglega nýta 20-30 einstaklingar sér almenningssamgöngurnar og þá gegna almenningssamgöngur milli Bíldudals, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar lykilhlutverki í íþróttastarfi ungmenna á sunnanverðum Vestfjörðum.




2. febrúar 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Rætt um stöðu samninga vegna almenningssamgangna á sunnanverðum Vestfjörðum.

Um almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum eru í gildi samningur um leið 1 sem rennur út 31. ágúst 2022, samningur um leið II sem hefur verið sagt upp, samningur Vegagerðarinnar við sveitarfélögin um framlag til almenningssamgangna milli sveitarfélaganna sem rennur út í október 2022 og samningur sveitarfélaganna við Vestfjarðastofu um tiltekin verkefni á sviði almenningssamgangna í gegnum byggðaáætlun.

Sveitarstjóra og bæjarstjóra falið að ræða við Vegagerðina um framtíðarsýn ríkisins varðandi almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum.




3. maí 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Rætt var um næstu skref í undirbúningi áframhaldandi reksturs almenningssamgangna á sunnanverðum Vestfjörðum.




11. maí 2022 – Bæjarstjórn

Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa þar sem lagt er til að almenningssamgöngur verði boðnar út en núverandi samningur við rekstraraðila rennur út í haust. Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppur boðaði til fundar 6. maí sl. með fyrirtækjum og stofnunum á sunnanverðum Vestfjörðum til að fara yfir verkefnið og mögulega þátttöku aðila á svæðinu inn í verkefni. Áhugi var að halda verkefninu áfram enda um mikilvæga þjónustu á milli byggðakjarna er að ræða.

Til máls tók: Varaforseti,

Varaforseti leggur til að almenningssamgöngur verði boðnar út að nýju í samstarfi við Tálknafjarðahrepp, Arnarlax og Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða