Hoppa yfir valmynd

Balar 13-15, umsókn um byggingaráform.

Málsnúmer 2101021

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. janúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Skemman Vatneyri ehf, dags. 12.01.2021. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir 251,8m2 parhúsi við Bala 13-15(hvor íbúð er 125,9m2), Patreksfirði. Erindinu fylgja teikningar unnar af H.S.Á. Teiknistofu, dags. 8.1.2021, Vegna formgalla á framkvæmd fyrri grenndarkynningar og athugasemd vegna þessa er ákveðið að grenndarkynna framkvæmdina aftur.

Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi Vesturbyggðar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum fasteignanna að Brunnum 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, og 22 Bölum 4,6, 17, 19, 21 og 23 og Aðalstræti 87A og 89.
15. febrúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Bala 13-15, Patreksfirði. Óskað er eftir að fá að reisa 251,8 m2 parhús við Bala 13-15 (hvor íbúð er 125,9m2), Patreksfirði. Áformin voru grenndarkynnt frá 15. janúar 13. febrúar 2021.

Athugasemd barst frá húseigenda að Brunnum 8, Patreksfirði. Gerð er athugasemd um að ekki sé gert ráð fyrir gangstétt á Bölum. Þar sé mikið um börn að leik og gangandi umferð bæði barna og fullorðinna, stór græn svæði og leikvöllur.

Fyrirhugaðar nýbyggingar að Bölum 9-15 útiloka ekki gerð gangstéttar við götuna og nægilegt pláss er fyrir gangstétt við ofanverða götuna og gerir skipulags- og umhverfisráð tillögu um að hún verði staðsett þar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir grenndarkynninguna.