Hoppa yfir valmynd

Arnarbakki 5. Umsókn um byggingaráform.

Málsnúmer 2101022

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. janúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Bernódus ehf, dags. 12. janúar 2021. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir 179 m2 parhúsi við Arnarbakka 5, Bíldudal. Erindinu fylgja teikningar unnar af Hauki Margeirssyni, dags. 11.01.2021.

Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum fasteignanna að Arnarbakka 1, 3, 6, 7 og 8 og Grænabakka 2, 4, 6 og 8.




15. febrúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Arnarbakka 5, Bíldudal. Óskað er eftir að fá að reisa 179 m2 parhúsi við Arnarbakka 5, Bíldudal. Áformin voru grenndarkynnt frá 15. janúar 13. febrúar 2021.

Ábending barst frá húseigendum Arnarbakka 8 þar sem bent var á bílastæðaskort við götuna, jafnframt var bent á að hægt væri að koma nýjum bílastæðum við götuna ef gangstétt á milli Arnarbakka 6 og 8 yrði færð fjær vegi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir grenndarkynninguna og leggur jafnframt til að fjölgað verði bílastæðum við götuna líkt og kom fram í ábendingu.