Hoppa yfir valmynd

Reglur um sölu á lausafé Vesturbyggðar

Málsnúmer 2101032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. janúar 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fyrir drög að reglum um sölu lausafjár í eigu Vesturbyggðar. Í reglunum er mælt fyrir um að lausafé þar sem söluverðmæti er undir 500.000 kr. sé forstöðumanni heimilt að selja í beinni sölu án tilboða. Lausafé þar sem söluverðmæti er hærra en 500.000 kr. en lægra en 2 millj. kr. skal auglýsa í samræmi við reglurnar. Lausafé þar sem söluverðmæti er yfir 2 millj. kr. skal bæjarstjórn veita samþykki fyrir.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir reglur um sölu lausafjár í eigu Vesturbyggðar og felur bæjarstjóra að undirrita þær og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.