Hoppa yfir valmynd

Tilfærsla eldisstarfsemi og eldissvæða Arnarlax í Arnarfirði. Ósk um umsögn

Málsnúmer 2101042

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. janúar 2021 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 18. janúar 2021, þar sem óskað er eftir umsögn vegna fyrirspurnar um matsskyldu skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum, vegna tilfærslu eldisstarfsemi á eldissvæðum í Arnarfirði við Fossfjörð yfir á eldissvæði við Haganes og breyting á legu og afmörkun eldissvæðanna við Haganes, Steinanes og Hringsdal.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við breytingu á eldissvæðunum í Arnarfirði en ítrekar mikilvægi þess að litið sé til siglingaleiða við nánari staðsetningu eldissvæðanna. Þá ítrekar bæjarráð mikilvægi þess að við vinnslu strandsvæðaskipulags fyrir Vestfirði sé litið til skipulags og staðsetningu eldiskvíasvæða sem og að hugað verði að því að tryggja aðliggjandi sveitarfélögunum skýra tekjustofna af eldismannvirkjum með sambærilegum hætti og gert er með önnur mannvirki á landi í formi fasteignagjalda.
22. júní 2021 – Bæjarráð

Lagður fram til kynningar tölvupóstur skipulagsstofnunar dags. 11. júní 2021, þar sem tilkynnt er ákvörðun stofnunarinnar um matsskyldu á breytingu á eldissstarfsemi og eldissvæðum Arnarlax í Arnarfirði. Niðurstaða stofnunarinnar er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum og er kærufrestur til 12. júlí nk.