Hoppa yfir valmynd

Umsókn um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll.

Málsnúmer 2102001

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. febrúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Arnarlax hf, dags. 26. janúar 2021. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði ofan við Völuvöll, Bíldudal. Skv. umsókn er um gámaeiningar að ræða fyrir allt að 40 manns með alrými með eldhúsi o.fl. Húsnæðið er hugsað til 3-5 ára. Skv. umsókn hefur reynst erfitt að manna vaktir í sláturhúsi vegna takmarkaðrar vetrarþjónustu Vegagerðarinnar þar sem starfsmennirnir hafa verið búsettir í öðrum þéttbýliskjörnum, en vaktir í sláturhúsi eru áætlaðar frá 04:00 - 22:00.

Svæðið er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota og samræmist sú landnotkun ekki áætlunun umsækjenda. Í endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 sem nú er í vinnslu verður svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði. Um byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða.

Í ljósi þess mikla húsnæðisvanda sem skapast hefur á Bíldudal í kjölfar fjölgunar íbúa, tekur skipulags- og umhverfisráð jákvætt í erindi Arnarlax um aðstöðu fyrir tímabundna búsetu á fyrirhuguðu íbúðasvæði (skv. tillögu að aðalskipulagi 2018-2035) við Völuvöll. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að vandað verði til verka við ásýnd og uppsetningu aðstöðunnar og að náið samráð verði við bæjarfélagið um útfærsluna sem skal ekki vera hugsuð til lengri tíma en þriggja ára.

Skipulags- og umhverfisráð metur sem svo að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og leggur til við bæjarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 skv. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem svæðið verði skilgreint sem íbúðarsvæði.

Endanlegt leyfi verði ekki veitt fyrir en gengið hefur verið frá samkomulagi við fyrirtækið um skilyrði fyrir svæðinu.

Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn
17. febrúar 2021 – Bæjarstjórn

Iða Marsibil Jónsdóttir forseti víkur af fundi og afhendir fundarstjórnina til varaforseta Maríu Ósk Óskarsdóttur

Lagt fram erindi frá Arnarlax ehf, dags. 26. janúar 2021. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði ofan við Völuvöll, Bíldudal. Samkvæmt umsókninni er um gámaeiningar að ræða fyrir allt að 40 manns með alrými, eldhúsi o.fl. Húsnæðið er hugsað til 3-5 ára. Samkvæmt umsókninni hefur reynst erfitt að manna vaktir í sláturhúsi fyrirtækisins vegna takmarkaðrar vetrarþjónustu Vegagerðarinnar, þar sem starfsmennirnir hafa verið búsettir í öðrum þéttbýliskjörnum, en vaktir í sláturhúsi eru áætlaðar frá 04:00 - 22:00.

Svæðið við Völuvöll, er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota og samræmist sú landnotkun ekki áætlunun umsækjenda. Í endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 sem nú er í vinnslu verður svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði. Um byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 81. fundi sínum 15. febrúar sl. og bókaði eftirfarandi:

"Í ljósi þess mikla húsnæðisvanda sem skapast hefur á Bíldudal í kjölfar fjölgunar íbúa, tekur skipulags- og umhverfisráð jákvætt í erindi Arnarlax um aðstöðu fyrir tímabundna búsetu á fyrirhuguðu íbúðasvæði (skv. tillögu að aðalskipulagi 2018-2035) við Völuvöll. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að vandað verði til verka við ásýnd og uppsetningu aðstöðunnar og að náið samráð verði við bæjarfélagið um útfærsluna sem skal ekki vera hugsuð til lengri tíma en þriggja ára.

Skipulags- og umhverfisráð metur sem svo að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og leggur til við bæjarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 skv. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem svæðið verði skilgreint sem íbúðarsvæði.

Endanlegt leyfi verði ekki veitt fyrr en gengið hefur verið frá samkomulagi við fyrirtækið um skilyrði fyrir svæðinu."

Til máls tók: Varaforseti.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og felur skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar að undirbúa óverulega breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 skv. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem svæðið verði skilgreint sem íbúðarsvæði.

Samþykkt samhljóða.

Iða Marsibil Jónsdóttir tekur aftur við stjórn fundarins.
11. mars 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Jón Garðar Jörundsson vék af fundi.

Lagðar fram uppfærðar teikningar frá Arnarlax af tímabundnu húsnæði við Völuvöll ásamt afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dagsett 10.03.2021. Um er að ræða svarbréf Skipulagsstofnunar við erindi Vesturbyggðar þar sem óskað var eftir staðfestingu á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna tímabundinna úrræða fyrir starfsmannaaðstöðu við Völuvöll á Bíldudal.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði eftir tilmælum Skipulagsstofnunar skv. leið b. í afgreiðslubréfinu. Farið verði með breytinguna sem óverulega í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Fyrir þurfi að liggja yfirlýsing frá hagsmunaaðilum á svæðinu um að þeir geri ekki athugasemd við staðsetningu tímbundins húsnæðis á opna svæðinu til sérstakra nota, hagsmunaðilarnir eru: Golfklúbbur Bíldudals, fræðslu- og æskulýðsráð Vesturbyggðar sem fer með málefni íþróttasvæða og landeigendur Litlu- Eyrar.

Breytt verði ákvæðum aðalskipulags um opið svæði til sérstakra nota(Ú2) þar sem heimiluð yrðu afnot af um 1 ha svæði fyrir tímabundið húsnæði, þ.e. án þess að landnotkun sé breytt. Setja þarf inn ákvæði um stærð svæðis, umfang mannvirkja og íbúðafjölda, innviði, tímalengd notkunar, frágang svæðis á notkunartíma og að notkunartíma loknum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði frá leigusamningi við Arnarlax vegna svæðis undir tímabundið húsnæði ofan við Völuvöll til þriggja ára með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu óverulegrar aðalskipulagsbreytingar. Lögð er áhersla á að vandað verði til verka við ásýnd og uppsetningu aðstöðunnar og að náið samráð verði við bæjarfélagið um útfærsluna.

Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn.
17. mars 2021 – Bæjarstjórn

Lagðar fram uppfærðar teikningar frá Arnarlax af tímabundnu húsnæði við Völuvöll ásamt afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dagsett 10. mars 2021. Um er að ræða svarbréf Skipulagsstofnunar við erindi Vesturbyggðar þar sem óskað var eftir staðfestingu á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna tímabundinna úrræða fyrir starfsmannaaðstöðu við Völuvöll á Bíldudal. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 82. fundi sínum 11. mars sl. og leggur til við bæjarstjórn að farið verði eftir tilmælum Skipulagsstofnunar skv. leið b. í afgreiðslubréfinu. Farið verði með breytinguna sem óverulega í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Fyrir þurfi að liggja yfirlýsing frá hagsmunaaðilum á svæðinu um að þeir geri ekki athugasemd við staðsetningu tímbundins húsnæðis á opna svæðinu til sérstakra nota, hagsmunaðilarnir eru: Golfklúbbur Bíldudals, fræðslu- og æskulýðsráð Vesturbyggðar sem fer með málefni íþróttasvæða og landeigendur Litlu- Eyrar. Breytt verði ákvæðum aðalskipulags um opið svæði til sérstakra nota(Ú2) þar sem heimiluð yrðu afnot af um 1 ha svæði fyrir tímabundið húsnæði, þ.e. án þess að landnotkun sé breytt. Setja þarf inn ákvæði um stærð svæðis, umfang mannvirkja og íbúðafjölda, innviði, tímalengd notkunar, frágang svæðis á notkunartíma og að notkunartíma loknum. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði frá leigusamningi við Arnarlax vegna svæðis undir tímabundið húsnæði ofan við Völuvöll til þriggja ára með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu óverulegrar aðalskipulagsbreytingar. Lögð er áhersla á að vandað verði til verka við ásýnd og uppsetningu aðstöðunnar og að náið samráð verði við bæjarfélagið um útfærsluna.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn staðfestir tillögu skipulags- og umhverfisráðs og felur skipulagsfulltrúa að vinna óverulega breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 skv. 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnum jákvæðum yfirlýsingum frá hagsmunaaðilum á svæðinu. Bæjarstjóra falið að undirbúa drög að leigusamningi við Arnarlax vegna svæðisins til þriggja ára að fenginni jákvæðri niðurstöðu óverulegrar breytingar á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða.
29. mars 2021 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Jónas Heiðar Birgisson formaður víkur af fundi og afhendir fundarstjórnina til Davíðs Þorgils Valgeirssonar varaformanns.

Til umsagnar hjá ráðinu liggur umsókn Arnarlax leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll.

Lagðar fram teikningar frá Arnarlax af tímabundnu húsnæði við Völuvöll ásamt afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dagsett 10. mars 2021. Um er að ræða svarbréf Skipulagsstofnunar við erindi Vesturbyggðar þar sem óskað var eftir staðfestingu á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna tímabundinna úrræða fyrir starfsmannaaðstöðu við Völuvöll á Bíldudal. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 82. fundi sínum 11. mars sl. og leggur til við bæjarstjórn að farið verði eftir tilmælum Skipulagsstofnunar skv. leið b. í afgreiðslubréfinu. Farið verði með breytinguna sem óverulega í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Fyrir þurfi að liggja yfirlýsing frá hagsmunaaðilum á svæðinu um að þeir geri ekki athugasemd við staðsetningu tímbundins húsnæðis á opna svæðinu til sérstakra nota, hagsmunaðilarnir eru: Golfklúbbur Bíldudals, fræðslu- og æskulýðsráð Vesturbyggðar sem fer með málefni íþróttasvæða og landeigendur Litlu- Eyrar.

Lagt fram mótmælabréf stjórnar Héraðssambandsins Hrafna-Flóka dagsett 22. mars 2021.

Fræðslu- og æskulýðsráð setur sig ekki upp á móti fyrirhuguðu tímabundnu húsnæði við Völuvöll. Engin önnur áform eru um nýtingu svæðisins á leyfistímanum. Ráðið tekur hins vegar undir áhyggjur stjórnar Héraðssambandsins Hrafna-Flóka við nálægð við íþróttamannvirkið Völuvöll. Ráðið leggur áherslu á að ásýnd svæðisins, umgengni og frágangur verði til fyrirmyndar. Ráðið hefur áhyggjur af urðunarsvæði/geymslusvæði sem staðsett er við aðkomu að umræddu svæði og Völuvöll.
21. apríl 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Jón Garðar Jörundsson og Ásdís Snót Guðmundsdóttir véku af fundi.

Tekin fyrir umsókn frá Arnarlax um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll. Erindið var tekið fyrir á 81. fundi skipulags- og umhverfisráðs þar sem samþykkt var að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Skipulagsstofnun heimilaði með afgreiðslubréfi, dagsett 10. mars 2021 en áður en hún getur staðfest breytinguna í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þá þurfi að liggja fyrir yfirlýsing frá hagsmunaaðilum á svæðinu um að þeir geri ekki athugasemd við staðsetningu tímabundins húsnæðis á svæðinu. Breytingartillagan ásamt upplýsingum um áformin voru send til stjórnar Gólfklúbbs Bíldudals, landeiganda jarðarinnar Litlu-Eyrar og fræðslu- og æskulýðsráðs Vesturbyggðar.
Umsagnir bárust frá stjórn Golfklúbbs Bíldudals, landeigendum Litlu-Eyrar og fræðslu- og æskulýðsráði.

Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að senda óverulegu breytinguna ásamt umsögnum til Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, en vekur athygli bæjarstjórnar á því að tryggja þarf aðkomu að svæðinu sbr. athugasemd landeigenda Litlu-Eyrar.

Þá ítrekar ráðið að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða og leggur til að í samningi um svæðið verði ákvæði um að Arnarlax skuli skila inn áætlun innan eins árs frá dagsetningu samningsins um hvernig Arnarlax hyggist mæta þeirri húsnæðisþörf til framtíðar sem tímabundna húsnæðinu er ætlað að mæta.

Jón Garðar Jörundsson og Ásdís Snót Guðmundsdóttir komu aftur inn á fundinn.
26. apríl 2021 – Bæjarráð

Iða Marsiblil Jónsdóttir vék af fundi á meðan dagskrárliðurinn var tekinn fyrir.

Lögð fram umsókn frá Arnarlax um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll ásamt gögnum vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi og umsögnum frá Golfklúbbi Bíldudals, landeigendum Litlu-Eyrar og fræðslu- og æskulýðsráði um breytinguna. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 82. fundi sínum þar sem ítrekað var að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða og leggur til að í samningi um svæðið verði ákvæði um að Arnarlax skuli skila inn áætlun innan eins árs frá dagsetningu samningsins um hvernig Arnarlax hyggist mæta þeirri húsnæðisþörf til framtíðar sem tímabundna húsnæðinu er ætlað að mæta.

Bæjarráð vísar málinu áfram til bæjarstjórnar til afreiðslu.
28. apríl 2021 – Bæjarstjórn

Forseti vék af fundi og fól varaforseta stjórn fundarins.

Lögð fram umsókn frá Arnarlax um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll. Erindið var tekið fyrir á 81. fundi skipulags- og umhverfisráðs þar sem samþykkt var að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Skipulagsstofnun heimilaði óverulega breytingu á aðalskipulagi með afgreiðslubréfi, dagsett 10. mars 2021 en áður unnt er að staðfesta breytinguna í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þurfi að liggja fyrir yfirlýsing frá hagsmunaaðilum á svæðinu um að þeir geri ekki athugasemd við staðsetningu tímabundins húsnæðis á svæðinu. Breytingartillagan ásamt upplýsingum um áformin voru send til stjórnar Golfklúbbs Bíldudals, landeiganda jarðarinnar Litlu-Eyrar og fræðslu- og æskulýðsráðs Vesturbyggðar sem allir skiluðu umsögnum. Skipulags- og umhverfisráð lagði til að bæjarstjórn staðfesti óverulega breytingu á aðalskipulagi en vakti athygli bæjarstjórnar á því að tryggja þurfi aðkomu að svæðinu. Skipulags- og umhverfisráð lagði til að skipulagsfulltrúa yrði falið að senda óverulega breytingu ásamt umsögnum til Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, og vakti athygli bæjarstjórnar á því að tryggja þarf aðkomu að svæðinu sbr. athugasemd landeigenda Litlu-Eyrar.

Þá ítrekar ráðið að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða og leggur til að í samningi um svæðið verði ákvæði um að Arnarlax skuli skila inn áætlun innan eins árs frá dagsetningu samningsins um hvernig Arnarlax hyggist mæta þeirri húsnæðisþörf til framtíðar sem tímabundna húsnæðinu er ætlað að mæta.

Til máls tóku: Varaforseti og FM

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að senda óverulega breytingu ásamt umsögnum til Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Unnið verði með Arnarlax að tryggja aðkomu að svæðinu. Bæjarstjórn ítrekar að um byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða og verður byggingaleyfi ekki veitt fyrr en gengið hafi verið frá samkomulagi við Arnarlax um skilyrði fyrir svæðinu, þar sem áhersla verði lögð á að vanda til verka við ásýnd og uppsetningu aðstöðunnar og náið samráð verði við Vesturbyggð um útfærsluna. Í samkomulaginu skal tilgreina stærð svæðisins, umfang mannvirkja, íbúafjölda, inniviði, tímalengd notkunar, frágang svæðis á notkunartíma og að notkunartíma loknum, þar sem leyfið er eingöngu veitt til þriggja ára. Þá tekur bæjarstjórn undir með skipulags- og umhverfisráði þá kröfu að Arnarlax skili inn áætlun innan eins árs frá dagsetningu samningsins um það hvernig Arnarlax hyggst mæta þeirri húsnæðisþörf til framtíðar sem tímabundna húsnæðinu er ætlað að mæta.

Varaforseti afhenti fundarstjórnina aftur til forseta.