Hoppa yfir valmynd

Tónlistarskóli - nýtt námsframboð

Málsnúmer 2102009

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

1. febrúar 2021 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar, dagsett 01. febrúar 2021.

Í erindinu er farið yfir hugmynd skólastjóra að "hljóðfærafornámi" en stefnt er að því að hefja slíkt nám þann 8. febrúar 2021 í tilraunarskyni. Námið stendur yfir í 6 vikur með einum 20 mínútna tíma í viku fyrir 3-4 nemendur í senn. Kennt verður á blokkflautu, hljómborð og áslátturhljóðfæri.

Fræðslu- og æskulýðsráð samþykkir hugmynd skólastjóra um gjaldtöku að upphæð 7000kr fyrir námið.
17. febrúar 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram tillaga skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar um töku gjalds fyrir fornám í hljóðfæraleik. Um er að ræða kennslu á blokkflautu, hljómborð og ásláttarhljóðfæri á 6 vikna námskeiði í febrúar og mars, þar sem kennt verður einu sinni í viku. Gjald fyrir námið er 7.000 kr. á hvern nemanda. Fræðslu- og æskulýðsráð staðfesti gjaldið á 69. fundi sínum, 1. febrúar sl.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða fjárhæð gjaldsins.