Málsnúmer 2102010
15. febrúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð
Byggingarfulltrúi fór yfir götunöfn á Patreksfirði, víða á hafnarsvæðinu eru götunöfn ekki til staðar og þ.a.l. staðföng ekki rétt. Þá er búið að taka Aðalstrætið í sundur á tveimur stöðun, við Litladalsá og Mikladalsá. Utan við Mýrar eru hjallar og ber vegurinn þar ekkert nafn. Við hafnarkantinn á Patrekshöfn standa mörg hús og kanturinn hefur ekkert skilgreint nafn.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til eftirfarandi nöfn.
1. Vegur frá Aðalstræti 1 og niður á hafnarkant beri nafnið Hafnargata.
2. Vegur upp að hjöllum utan við Mýrar verði Fjósadalur.
3. Hafnarkantur á Patrekshöfn verði Hafnarbakki.
4. Vegur á milli Þórsgötu og Eyrargötu verði Oddagata.
4. Aðalstræti 112a-131 verði Björg.
Byggingarfulltrúa falið að auglýsa tillögu ráðsins á heimasíðu Vesturbyggðar og óska eftir athugasemdum og kynna á næsta fundi ráðsins, nýjar tillögur eru velkomnar.