Hoppa yfir valmynd

Patreksfjörður, götunöfn og húsnúmer.

Málsnúmer 2102010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. febrúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Byggingarfulltrúi fór yfir götunöfn á Patreksfirði, víða á hafnarsvæðinu eru götunöfn ekki til staðar og þ.a.l. staðföng ekki rétt. Þá er búið að taka Aðalstrætið í sundur á tveimur stöðun, við Litladalsá og Mikladalsá. Utan við Mýrar eru hjallar og ber vegurinn þar ekkert nafn. Við hafnarkantinn á Patrekshöfn standa mörg hús og kanturinn hefur ekkert skilgreint nafn.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til eftirfarandi nöfn.

1. Vegur frá Aðalstræti 1 og niður á hafnarkant beri nafnið Hafnargata.
2. Vegur upp að hjöllum utan við Mýrar verði Fjósadalur.
3. Hafnarkantur á Patrekshöfn verði Hafnarbakki.
4. Vegur á milli Þórsgötu og Eyrargötu verði Oddagata.
4. Aðalstræti 112a-131 verði Björg.

Byggingarfulltrúa falið að auglýsa tillögu ráðsins á heimasíðu Vesturbyggðar og óska eftir athugasemdum og kynna á næsta fundi ráðsins, nýjar tillögur eru velkomnar.
11. mars 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Á 81. fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 15. febrúar 2021 lagði ráðið til eftirfarandi götunöfn á Patreksfirði þar sem þörf var á breytingum eða götunöfn voru ekki til staðar:

1. Vegur frá Aðalstræti 1 og niður á hafnarkant beri nafnið Hafnargata.
2. Vegur upp að hjöllum utan við Mýrar verði Fjósadalur.
3. Hafnarkantur á Patrekshöfn verði Hafnarbakki.
4. Vegur á milli Þórsgötu og Eyrargötu verði Oddagata.
5. Aðalstræti 112a-131 verði Björg.

Tillagan var auglýst 17. febrúar og gefinn kostur á athugasemdum eða nýjum tillögum til og með 8. mars. Undirskriftalisti barst frá íbúum Aðalstrætis 112a - 131 þar sem áformum um breytt götunafn var harðlega mótmælt af 33 íbúum.

Þá barst tillaga frá S. Páli Haukssyni um að vegur upp að harðfiskhjöllum utan við Mýrar verði Engjar og væri það í takt við önnur götunöfn á Patreksfirði en ákveðin sérstaða er varðandi götunöfn á staðnum, sbr. Hjallar, Hólar, Brunnar o.s.frv. Þá gerði bréfritari einnig tillögu að því að vegur upp að Félagsheimili Patreksfjarðar gæti heitið Stapar, en götuna á eftir að lengja upp að félagsheimili.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir innkomnar tillögur.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að götunöfn verði skv. lið 1-4 en Aðalstræti 112a-131 haldist óbreytt.
17. mars 2021 – Bæjarstjórn

Lagðar fram tillögur skipulags- og umhverfisráðs að götunöfnum á Patreksfirði, þar sem þörf var á breytingum eða götunöfn voru ekki til staðar. Tillögur ráðsins eru eftirfarandi:

1. Vegur frá Aðalstræti 1 og niður á hafnarkant beri nafnið Hafnargata.
2. Vegur upp að hjöllum utan við Mýrar verði Fjósadalur.
3. Hafnarkantur á Patrekshöfn verði Hafnarbakki.
4. Vegur á milli Þórsgötu og Eyrargötu verði Oddagata.
5. Aðalstræti 112a-131 verði Björg. (Hafnað)

Tillagan var auglýst 17. febrúar og gefinn kostur á athugasemdum eða nýjum tillögum til og með 8. mars. Undirskriftalisti barst frá íbúum Aðalstrætis 112a - 131 þar sem áformum um breytt götunafn var harðlega mótmælt af 33 íbúum. Þá barst tillaga frá S. Páli Haukssyni um að vegur upp að harðfiskhjöllum utan við Mýrar verði Engjar og væri það í takt við önnur götunöfn á Patreksfirði en ákveðin sérstaða er varðandi götunöfn á staðnum, sbr. Hjallar, Hólar, Brunnar o.s.frv. Þá gerði bréfritari einnig tillögu að því að vegur upp að Félagsheimili Patreksfjarðar gæti heitið Stapar, en götuna á eftir að lengja upp að félagsheimili.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið til umfjöllunar á 82. fundi ráðsins 11. mars sl. og leggur til við bæjarstjórn að götunöfn verði skv. lið 1-4 en Aðalstræti 112a-131 haldist óbreytt.

Til máls tóku: Varaforseti og FM.

Bæjarstjórn þakkar fyrir tillögurnar og ábendingar íbúa og staðfestir tillögu skipulags- og umhverfisráðs skv. lið 1 - 4 og felur byggingafulltrúa að ganga frá skráningu breyttra og nýrra götunafna á Patreksfirði.