Hoppa yfir valmynd

Verbúð, Patrekshöfn - sala á eign.

Málsnúmer 2102030

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. febrúar 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Farið yfir fyrirhugað auglýsingaferli á Verbúðinni, Patrekshöfn. Hafnarstjóra falið að undirbúa auglýsingu hússins.
18. maí 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Verbúðin við Patrekshöfn var auglýst til sölu frá 14. apríl til 14. maí 2021, Dixon fasteignasala sá um auglýsingu og móttöku tilboða.

Tvö tilboð bárust í eignina:

Einar Óskar Sigurðsson gerði tilboð f.h. óstofnaðs hlutafélags að upphæð 21.000.000.- kr með skilmálum og fyrirvörum sem settir eru fram í 8. liðum.

Halla Guðrún Jónsdóttir og Patrekur Smári Þrastarson gerðu tilboð að upphæð 20.100.000.- kr. með tilboði er óskað eftir tímabundnum afslætti af fasteignagjöldum.

Báðum tilboðum fylgdi viljayfirlýsing um samstarf beggja bjóðenda þar sem kom fram að hugmyndir beggja aðila eigi góða samleið og að báðir aðilar stæðu sterkari sem sameiginlegt teymi sem ynni saman að uppbyggingu í húsinu.

Hafna- og atvinnumálaráð hafnar báðum tilboðum en leggur til við bæjarráð að tekið verið upp samtal við báða bjóðendur um samstarf um eignarhald og rekstur í verbúðinni og þeim kynnt gagntilboð.
20. maí 2021 – Bæjarráð

Lögð fram tvö tilboð í Verbúðina á Patreksfirði ásamt bókun hafna- og atvinnumálaráðs frá 31. fundi ráðsins 18. maí sl. Hafna- og atvinnumálaráð hafnaði báðum tilboðum en leggur til við bæjarráð að tekið verði upp samtal við bjóðendur um samstarf um eignarhald og rekstur í verbúðinni og þeim kynnt gagntilboð.

Bæjarráð felur hafnarstjóra og bæjarstjóra að ræða við tilboðsgjafa.
8. júní 2021 – Bæjarráð

Bæjarstjóri fór yfir samtal sem átt hefur sér stað við Einar Óskar Sigurðsson, Guðnýju Gígu Skjaldardóttur, Höllu Guðrúnu Jónsdóttur og Patrek Smára Þrastarson sem gerðu tilboð í Verbúðina, Patrekshöfn og lagt hafði verið fyrir á 31. fundi hafna- og atvinnumálaráðs og 921. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tilboðsgjöfum gagntilboð.
22. júní 2021 – Bæjarráð

Lagt fyrir nýtt tilboð í verbúðina, Patrekfirði. Bæjarráð hafnar tilboðinu og felur bæjarstjóra og hafnarstjóra að kynna tilboðsgjöfum nýtt gagntilboð.
6. júlí 2021 – Bæjarráð

Lagt fyrir nýtt kauptilboð í verðbúðina Patrekssfirði uppá 23.000.000 frá Einari Óskari Sigurðssyni, Guðnýju Gígu Skjaldardóttur, Höllu Guðrúnu Jónsdóttur og Patreki Smára Þrastarsyní.

Bæjarráð samþykkir tilboðið með tveimur atkvæðum, MJ víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að ganga frá sölunni.
17. janúar 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Farið yfir fyrirhugaða sölu á Verbúðinni. Samkvæmt greinargerð bæjarstjórnar með fjárhagsáætlun 2022 segir að Verbúðin við Oddeyrargötu verði auglýst að nýju til sölu á árinu. Áhersla verði lögð á að fá tilboð í eignina, þar sem framtíðaruppbygging og notkun hússins verði gerð skýr skil.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að auglýsa eignina aftur til sölu. Óska skal eftir tilboðum í eignina.