Hoppa yfir valmynd

Hjallar 24, umsókn um byggingaráform

Málsnúmer 2102040

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. mars 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Sigurpáli Hermannssyni dags. 9.mars 2021. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma við 241,6 m2 einbýlishús að Hjöllum 24, Patreksfirði. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Arkitektastofunni Austurvelli, dags. 20.02.2021

Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum fasteignanna að Hjöllum 19, 20, 21, 23, 25, 26 og Brunnum 19, 21, 23 og 25.




21. apríl 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Hjalla 24, Patreksfirði. Óskað er eftir að fá að reisa 241,6 m2 einbýlishús við Hjalla 24, Patreksfirði. Áformin voru grenndarkynnt fyrir eigendum fasteignanna að Hjöllum 19, 20, 21, 23, 25, 26 og Brunnum 19, 21, 23 og 25 frá 18.mars til 15.apríl 2021.

Engar athugasemdir bárust um áformin.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir grenndarkynninguna.