Hoppa yfir valmynd

Gæludýragrafreitur í Vesturbyggð

Málsnúmer 2102046

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. mars 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Á 2. fundi skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 22.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Erindi frá Páli Haukssyni, Vill hann benda á að enginn gæludýragrafreitur sé til staðar á Patreksfirði og að í starfi hans sem gröfumaður fái hann stundum það hlutverk að grafa dauð gæludýr. Bendir hann á mögulegt svæði fyrir svona garð í Drengjaholti neðan við gamla knattspyrnuvöllinn.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar ábendinguna og felur tæknideild Vesturbyggðar að finna hentugan stað.

Ekki hefur enn verið fundinn hentugur staður og hefur bréfritari ítrekað ósk um að finna hentugan stað fyrir gæludýragrafreit.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að kanna með hentugan stað fyrir gæludýragrafreit í sveitarfélaginu.