Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

Málsnúmer 2103010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. mars 2021 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 1. við fjárhagsáætlun 2021 ásamt minnisblaði bæjarstjóra. Um er að ræða viðauka vegna tveggja verkefna að beiðni bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Annars vegar vegna viðauka við innviðagreiningu Vesturbyggðar frá 2019, þar sem áætlaður kostnaður er 1,5 m. kr. Kostnaðinum verður mætt með handbærufé í B hluta. Hins vegar vegna könnunar og greiningu á hagkvæmni sameininga sveitarfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum, þar er áætlaður kostnaður 2,4 m. kr. og verður kostnaðinum mætt með framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Rekstrarkostnaður í A og B hluta eykst um 1,5 m. kr. og fer rekstrartap A og B hluta úr 29,5 m. kr. í 31 m. kr. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstarniðurstöðu A hluta.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.




17. mars 2021 – Bæjarstjórn

Lagður fyrir viðauki 1. við fjárhagsáætlun 2021 ásamt minnisblaði bæjarstjóra. Um er að ræða viðauka vegna tveggja verkefna að beiðni bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Annars vegar vegna viðauka við innviðagreiningu Vesturbyggðar frá 2019, þar sem áætlaður kostnaður er 1,5 m. kr. Kostnaðinum verður mætt með handbæru fé í B hluta. Hins vegar vegna könnunar og greiningu á hagkvæmni sameininga sveitarfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum, þar er áætlaður kostnaður 2,4 m. kr. og verður kostnaðinum mætt með framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Viðaukinn lækkar handbært fé í A og B hluta um 1,5 milljónir en hefur ekki áhrif á handbært fé í A hluta. Rekstrarkostnaður í A og B hluta eykst um 1,5 m. kr. og fer rekstrartap A og B hluta úr 29,5 m. kr. í 31 m. kr. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstarniðurstöðu A hluta.

Til máls tók: varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.




23. mars 2021 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2021 áamt minnisblaði byggingafulltrúa. Viðaukinn er vegna vinnu við fornleifaskráningu tengslum við afgreiðslu aðalskipulags Veturbyggðar. Kostnaður vegna vinnunnar við fornleifaskráninguna er áætlaður 3,5 milljónir og er viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé í A hluta.
Viðaukinn hefur þau áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta að hún fer úr 31 milljón króna tap í 34,5 milljón króna tap. Handbært fé lækkar um 3,5 milljónir í A og B hluta.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.




28. apríl 2021 – Bæjarstjórn

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2021 áamt minnisblaði byggingafulltrúa. Viðaukinn er vegna vinnu við fornleifaskráningu tengslum við afgreiðslu aðalskipulags Vesturbyggðar. Kostnaður við fornleifaskráningu er áætlaður 3,5 milljónir og er viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé í A hluta.

Viðaukinn hefur þau áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta að hún fer úr 31 milljón króna tap í 34,5 milljón króna tap. Handbært fé lækkar um 3,5 milljónir í A og B hluta.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.




11. maí 2021 – Bæjarráð

Lagur er fyrir viðauki 3 við fjárhagsáætlun ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem lagt er til að færðir verði fjármunir sem ætlaðir voru til lagningar kanntsteins á Patreksfirði og bætt við það sem áætlað var til malbikunar. Samtals nemur fjárhæðin 3 milljónum. Hins vegar er lagt fyrir minnisblað hafnarstjóra þar sem lagt er til að færðir verði fjármunir sem ætlaðir voru til kaupa á bíl fyrir höfnina á Bídudal 3 milljónir og bætt við það sem ætlað var til tækjakaupa fyrir höfnina á Bíldudal.
Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar til bæjarstjórnar.




20. maí 2021 – Bæjarráð

Lagður er fyrir viðauki 4 við fjárhagsáætlun ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um kaup á bíl fyrir áhaldahúss á Patreksfirði í stað eldri bifreiðar og minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna breytinga á lántökum ársins 2021. Í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er lagt til að keypt verði ný bifreið fyrir áhaldahúss á Patreksfirði í stað eldri bifreiðar sbr. bókun bæjarráðs á 920. fundi ráðsins. Bifreiðin kostar 5.3 m.kr. og mætt með lækkun á fjárfestingu í vatnsveitu á Patreksfirði uppá 1 m.kr, lækkun á viðhaldsfé vatnsveitu á Patreksfirði um 1.7 m.kr. og lækkun á viðahaldsfé fráveitu á Patreksfirði um 2.7 m.kr.

Í minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs sem lagt var fyrir á 920. fundi bæjarráðs er lagt til að lántaka til Lánasjóðs sveitarfélaga sé lækkuð í 259 m.kr. og sótt verði um lán til ofanflóðasjóðs vegna útlagðs kostnaðar uppá 107,2 m.kr., handbært fé í A hluta verði lækkað um 49,8 m.kr.

Viðaukinn hefur jafnframt þau áhrif að vaxtakostnaður lækkar um 4.5 m.kr. í A hluta og afskriftir í A hluta lækka um 1.8 m.kr. Afskriftir í A og B hluta lækka afskriftir um 1.8 m.kr.

Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta fer úr því að vera neikvæð uppá 147.2 m.kr. í það að vera neikvæð uppá 140,9 m.kr. Handbært fé í A hluta lækkar um 51,8 m.kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fer úr því að vera neikvæð uppá 34,5 m.kr. í það að vera neikvæð uppá 23,9 m.kr. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 47,5 m.kr.




26. maí 2021 – Bæjarstjórn

Lagðir fyrir viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2021 sem lagður var fyrir á 920. fundi bæjarráðs sem haldinn var 11. maí sl. og viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2021 sem lagður var fyrir á 921. bæjarráðs sem haldinn var 20. maí sl.

Samhliða viðauka 3 er lagt fyrir minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem lagt er til að færðir verði fjármunir sem ætlaðir voru til lagningar kanntsteins á Patreksfirði og bætt við það sem áætlað var til malbikunar. Samtals nemur fjárhæðin 3 milljónum. Jafnframt er lagt fyrir minnisblað hafnarstjóra þar sem lagt er til að færðir verði fjármunir sem ætlaðir voru til kaupa á bíl fyrir höfnina á Bíldudal 3 milljónir og bætt við það sem ætlað var til tækjakaupa fyrir höfnina á Bíldudal.

Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

Samhliða viðauka 4 er lagt fyrir minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um kaup á bíl fyrir áhaldahúss á Patreksfirði í stað eldri bifreiðar og minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna breytinga á lántökum ársins 2021. Í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er lagt til að keypt verði ný bifreið fyrir áhaldahús á Patreksfirði í stað eldri bifreiðar sbr. bókun bæjarráðs á 920. fundi ráðsins. Bifreiðin kostar 5.3 m.kr. og mætt með lækkun á fjárfestingu í vatnsveitu á Patreksfirði uppá 1 m.kr, lækkun á viðhaldsfé vatnsveitu á Patreksfirði um 1.7 m.kr. og lækkun á viðahaldsfé fráveitu á Patreksfirði um 2.7 m.kr.

Í minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs sem lagt var fyrir á 920. fundi bæjarráðs er lagt til að lántaka til Lánasjóðs sveitarfélaga sé lækkuð í 259 m.kr. og sótt verði um lán til ofanflóðasjóðs vegna útlagðs kostnaðar uppá 107,2 m.kr., handbært fé í A hluta verði lækkað um 49,8 m.kr.

Viðaukinn hefur jafnframt þau áhrif að vaxtakostnaður lækkar um 4.5 m.kr. í A hluta og afskriftir í A hluta lækka um 1.8 m.kr. Afskriftir í A og B hluta lækka um 1.8 m.kr.

Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta fer úr því að vera neikvæð uppá 147.2 m.kr. í það að vera neikvæð uppá 140,9 m.kr. Handbært fé í A hluta lækkar um 51,8 m.kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fer úr því að vera neikvæð uppá 34,5 m.kr. í það að vera neikvæð uppá 23,9 m.kr. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 47,5 m.kr.

Til máls tóku:Forseti, staðgenginn bæjarstjóra.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukana samhljóða.




8. júní 2021 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2021 ásamt minnisblaði hafnarstjóra vegna vinnslu á grjóti fyrir fyirhugaða grjótvörn við Brjánslækjarhöfn. Heildarkostnaður vegna vinnslu og flutnings á efninu eru 14.500.000 af því er hlutur Vesturbyggðar 5.800.000. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé í hafnarsjóði. Viðaukinn hefur þau áhrif að afskriftir í B hluta aukast um 116 þúsund. Rekstrarniðurstaða A hluta breytist ekki en rekstrarniðurstaða A og B hluta fer úr því að vera neikvæð uppá 34,5 m.kr í það að vera neikvæð uppá 34,6 m.kr. Handbært fé A hluta breytist ekki en handbært fé í A og B hluta lækkar um 5,8 m.kr.




16. júní 2021 – Bæjarstjórn

Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2021 ásamt minnisblaði hafnarstjóra vegna vinnslu á grjóti fyrir fyrirhugaða grjótvörn við Brjánslækjarhöfn. Heildarkostnaður vegna vinnslu og flutnings á efninu eru 14.500.000 af því er hlutur Vesturbyggðar 5.800.000. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé í hafnarsjóði. Viðaukinn var tekin fyrir á 922. fundi bæjarráðs 8. Júní sl.

Viðaukinn hefur þau áhrif að afskriftir í B hluta aukast um 116 þúsund. Rekstrarniðurstaða A hluta breytist ekki en rekstrarniðurstaða A og B hluta fer úr því að vera neikvæð uppá 34,5 m.kr í það að vera neikvæð uppá 34,6 m.kr. Handbært fé A hluta breytist ekki en handbært fé í A og B hluta lækkar um 5,8 m.kr.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.




31. ágúst 2021 – Bæjarráð

Lagður er fyrir viðauki 6 við fjárhagsáætlun ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem lagt er til að færðir verði fjármunir sem ætlaðir voru til lagningar kantsteins á Bíldudal 1.000.000 kr. og vinnu við miðjutorg við innkomu Bíldudals 500.000 kr. og bætt við það sem áætlað var til malbikunar þannig að unnt verði að leggja malbik á Sæbakka á Bíldudal. Samtals nemur fjárhæðin 1.500.000 kr. Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.




15. september 2021 – Bæjarstjórn

Lagður er fyrir viðauki 6 við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2021 ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs. Í minnisblaðinu er lagt til að færðir verði fjármunir sem ætlaðir voru til lagningar kantsteins á Bíldudal 1.000.000 kr. og vinnu við miðjutorg við innkomu Bíldudals 500.000 kr. verði bætt við það sem áætlað var til malbikunar á Bíldudal, þannig að unnt verði að leggja malbik á Sæbakka. Samtals nemur fjárhæðin 1.500.000 kr. Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.




21. september 2021 – Bæjarráð

Lagður er fyrir viðauki 7 við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2021 ásamt minnisblað frá framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dags. 30. júní 2021 vegna viðbótarframlaga 2020. Þrír viðaukar bárust stjórn Byggðasamlagsins fyrir lok árs 2020 vegna aukinna útgjalda vegna áhrifa Covid-19 og eru eftirstöðvar vegna þessa 16.297.333 kr. Samkvæmt minnisblaðinu er lagt til að sveitarfélögin sem standa að byggðasamlaginu greiði viðbótarframlag í samræmi við íbúafjölda til að standa undir eftirstöðvum ársins 2020. Hlutur Vesturbyggðar er samtals 2.338.662 kr. Viðaukanum er mætt með hækkunum framlaga jöfnunarsjóðs sem nemur sömu fjárhæð með vísan í uppfærða áætlun jöfnunarsjóðs sem birt var í júní 2021.
Bæjarstjórn tók málið fyrir á 363. fundi sínum þar sem því var vísað til gerðar viðauka.
Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar til bæjarstjórnar.




20. október 2021 – Bæjarstjórn

Lagður er fyrir viðauki 7 við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2021 ásamt minnisblað frá framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dags. 30. júní 2021 vegna viðbótarframlaga 2020. Þrír viðaukar bárust stjórn Byggðasamlagsins fyrir lok árs 2020 vegna aukinna útgjalda vegna áhrifa Covid-19 og eru eftirstöðvar vegna þessa 16.297.333 kr. Samkvæmt minnisblaðinu er lagt til að sveitarfélögin sem standa að byggðasamlaginu greiði viðbótarframlag í samræmi við íbúafjölda til að standa undir eftirstöðvum ársins 2020. Hlutur Vesturbyggðar er samtals 2.338.662 kr.

Viðaukanum er mætt með hækkunum framlaga jöfnunarsjóðs sem nemur sömu fjárhæð með vísan í uppfærða áætlun jöfnunarsjóðs sem birt var í júní 2021. Bæjarstjórn tók málið fyrir á 363. fundi sínum þar sem því var vísað til gerðar viðauka og bæjarráð samþykkti viðaukan á 928. fundi sínum 21. september 2021 og vísaði honum til staðfestingar bæjarstjórnar.

Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.




7. desember 2021 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2021. Fjárfestingar á Bíldulshöfn eru lækkaðar um 39.090.000 kr og framlag ríkis þar á móti um 21.500.000 kr. Nettó nemur lækkun fjárfestingar á Bílddalshöfn 17.590.000 kr. Lántökur í eignarsjóði eru lækkaðar um 99.000.000 kr. og framlög úr jöfnunarsjóði eru hækkaðar um 27.484.000 sem er í samræmi við áætlanir jöfnunarsjóðs.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.




15. desember 2021 – Bæjarstjórn

Lagður fram viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2021. Bæjarráð tók viðaukann fyrir á 932. fundi ráðsins 7. desember 2021, en í bókun ráðsins var ekki gerð rétt grein fyrir frestun framkvæmda á Bíldudalshöfn, þar sem sagði að frestunin næmi nettó 17,6 m.kr.

Fjárfestingar á Bíldudalshöfn eru lækkaðar um 50,5 m.kr og framlag ríkis þar á móti um 38,2 m.kr. Nettó nemur lækkun fjárfestingar á Bíldudalshöfn 12,3 m.kr. Lækkunin kemur til vegna þess að ekki tókst að ljúka framkvæmdum við Bíldudalshöfn á árinu 2021 og er gert ráð fyrir framlagi til að ljúka framkvæmdum á árinu 2022. Þá eru lántökur í eignarsjóði lækkaðar um 99 m.kr. og framlög úr jöfnunarsjóði eru hækkaðar um 27,5 m.kr. sem er í samræmi við áætlanir jöfnunarsjóðs.

Þetta hefur þau áhrif á fjármagnskostnaður lækkar um 2,8 m.kr og afskriftir hafnarmannvirkja um 246 þ.kr.

Viðaukinn lækkar handbært fé í A og B hluta um 57,7 m.kr. Rekstrarniðurstaða í A hluta batnar um 30,3 m.kr. og í A og B hluta um 30,5 m.kr. Rekstrarniðurstaða í A hluta verður neikvæð uppá 110,6 m.kr. en jákvæð uppá 6,6 m.kr. í A og B hluta.

Til máls tóku: Forseti, FM og bæjarstjóri

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.