Hoppa yfir valmynd

Leikskólinn Araklettur - breyting á skóladagatali 2020-2021

Málsnúmer 2103019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. mars 2021 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Að beiðni leikskólastjóra Arakletts var tekin fyrir breyting á skóladagatali. Breytingin felur í sér að fyrirhugaðir skipulagsdagar 21. og 23. apríl 2021 falla niður. Dagana átti að nýta í kynnisferð fyrir starfsmenn. Sökum COVID-19 heimsfaraldurs verður ekki af ferðinni í bili.

Ráðið samþykkir beiðnina og felur leikskólastjóra að auglýsa breytinguna og að útbúa og birta nýtt dagatal.