Hoppa yfir valmynd

Tryggingar Vesturbyggðar

Málsnúmer 2103031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. mars 2021 – Bæjarráð

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir mögulega endurskoðun á tryggingum sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fara yfir tryggingar sveitarfélagsins, gera verðkönnun og meta hvort þörf sé á breytingum.
25. janúar 2022 – Bæjarráð

Lögð fyrir skýrsla dags. 10. janúar 2022, vegna verðkönnunar í tryggingar fyrir Vesturbyggð. Á 917. fundi bæjarráðs þann 23. mars 2021 var tekin ákvörðun um að láta gera verðkönnun og kanna hvort þörf væri á breytingum.
Vátryggingafélag Ísland kom best út úr verðkönnuninni og er Vátrygginafélagið það tryggingafélag sem sveitarfélagið hefur verið í viðskiptum við. Verða því ekki gerðar breytingar á tryggingafélagi að svo stöddu.