Hoppa yfir valmynd

Patrekshöfn - skipalyfta

Málsnúmer 2103032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. mars 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá FF Rafverk og Vélaverkstæði Patreksfjarðar dags. 12. mars. Í erindinu er óskað eftir aðstöðu við hafnarsvæðið á Patreksfirði undir skipalyftu sem fyrirhugað er að kaupa. Þá er óskað eftir aðkomu hafnasjóðs að hafnarmannvirkjum fyrir lyftuna. Lyftan sem um ræðir hefur lyftigetu uppá um 200 tonn og gæti tekið skip allt að 10m breið í lyftuna. Í erindinu eru lagðar til tvær staðsetningar sem gætu hentað og þá fylgja með myndir og teikningar af lyftunni.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur jákvætt í hugmyndina og felur hafnarstjóra að kanna líklega staðsetningu fyrir skipalyftu í samráði við siglingasvið Vegagerðarinnar.