Hoppa yfir valmynd

Orlofsbyggðin Flókalundi - Deiliskipulag

Málsnúmer 2103054

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. apríl 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir lýsing á deiliskipulagi Orlofsbyggðar Flókalundar, dagsett í mars 2021.

Innan skipulagssvæðisins eru alls fimmtán hús, þrettán þeirra eru orlofshús, eitt þjónustuhús fyrir sundlaug og loks þjónustuhús fyrir starfsemi orlofsbyggðarinnar.
Markmið stjórnar orlofsbyggðarinnar er að fjölga orlofshúsum á svæðinu um u.þ.b. 15 hús, ásamt því að gera ráð fyrir stækkun þjónustu- og sundlaugarhúsum.

Skipulagslýsingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010 með fyrirvara um samþykki landeigenda.




28. apríl 2021 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir lýsing á deiliskipulagi Orlofsbyggðar Flókalundar, dagsett í mars 2021.

Innan skipulagssvæðisins eru alls fimmtán hús, þrettán þeirra eru orlofshús, eitt þjónustuhús fyrir sundlaug og loks þjónustuhús fyrir starfsemi orlofsbyggðarinnar.
Markmið stjórnar orlofsbyggðarinnar er að fjölga orlofshúsum á svæðinu um u.þ.b. 15 hús, ásamt því að gera ráð fyrir stækkun þjónustu- og sundlaugarhúsum. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 83. fundi sínum 21. apríl sl. og fól skipulagsfulltrúa að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010 með fyrirvara um samþykki landeigenda.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn staðfestir bókun skipulags og umhverfisráðs.




14. febrúar 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir orlofsbyggðina í Flókalundi, greinargerð og uppdráttur. Í deiliskipulagstillögunni eru afmarkaðar tvær lóðir. Lóð nr. 1 er undir þjónustu- og sundlaugarhús og innan lóðar nr. 2 eru þrettán frístundahús og byggingarreitir fyrir tvö ný frístundahús.

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að í tillöguna vantar umfjöllun um umhverfisáhrif sem bæta þarf við greinargerð

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og hljóti málsmeðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um leiðréttingar á greinargerð.




21. febrúar 2024 – Bæjarstjórn

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir orlofsbyggðina í Flókalundi, greinargerð og uppdráttur. Í deiliskipulagstillögunni eru afmarkaðar tvær lóðir. Lóð nr. 1 er undir þjónustu- og sundlaugarhús og innan lóðar nr. 2 eru þrettán frístundahús og byggingarreitir fyrir tvö ný frístundahús.

Skipulags- og umhverfisráð benti á að í tillöguna vantar umfjöllun um umhverfisáhrif sem bæta þarf við greinargerð

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 115. fundi sínum að tillagan yrði samþykkt og hlyti málsmeðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um leiðréttingar á greinargerð.

Til máls tók: Varaforseti.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um leiðréttingar á greinargerð.