Hoppa yfir valmynd

Sjávarútvegsskólinn 2021

Málsnúmer 2103077

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. apríl 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram erindi forstöðumanns Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri dags. 26. mars 2021. Í erindinu er óskað eftir stuðningi hafnasjóðs Vesturbyggðar við Sjávarútvegsskóla unga fólksins/fiskeldisskóla fyrir næsta sumar. Á komandi sumri er ætlunin að leggja meiri áherslu á að kynna fiskeldi fyrir nemendum.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000.- kr.




16. ágúst 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagður fram til kynningar Tölvupóstur frá Guðrúnu A. Jónsdóttur, háskólanum á Akureyri, dags. 30. júlí 2021. Í tölvupóstinum er kynntur Fiskeldisskóli unga fólksins sem kenndur var í Vesturbyggð í fyrsta skipti í sumar. Þetta er verkefni sem unnið var í samstarfi vinnuskóla byggðarlaga, fiskeldis- og sjávarútvegsfyrirtækja, Hafnasjóðs Vesturbyggðar og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Fyrirtækin sem unnu að verkefninu með Sjávarútvegsmiðstöðinni voru Arctic Fish ehf., Arnarlax ehf. ,Oddi hf., Vestri ba ehf og Vesturbyggð.

Skólinn var kenndur í eina viku frá 12. júlí til 17. Júlí s.l. Samtals sóttu 16 nemendur skólann og eru þau á aldrinum 13-16 ára. Kennslufyrirkomulagið var þannig að nemendur fengu bóklega fræðslu í formi fyrirlestra, leikja og tilraunaverkefna, heimsóttu fyrirtæki í fiskeldi og fyrirtæki í sjávarútvegi þar sem þau fengu fræðslu um starfsemi þeirra. Einnig voru kynntir fyrir þeim náms- og atvinnumöguleikar í greininni. Síðasta kennsludag var svo nemendum boðið upp á pizzaveislu og nemendur útskrifaðir.

Fiskeldisskóli unga fólksins er hluti af, „Bridges Erasmus “, en það er samstarfsverkefni Íslands, Noregs, Svíðþjóðar og Finnlands um sameiginlegt nám í fiskeldi.