Hoppa yfir valmynd

Ósk um styrk til reksturs Skrímslasetursins á Bíldudal 2021

Málsnúmer 2103087

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. apríl 2021 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagt fyrir erindi dags. 29.mars 2021 frá Félagi áhugamanna um Skrímslasetur.

Félagið óskar eftir styrk til reksturs Skrímslasetursins á Bíldudal fyrir árið 2021 að upphæð 200 þúsund krónum.
Vesturbyggð hefur styrkt verkefnið frá árinu 2015. Skrímslasetrið var stofnað árið 2007 af sjö áhugamönnum sem vildu leggja Bíldudal lið í viðleitni til að auka framboð á atvinnu og laða að ferðamenn. Skrímslasetrið er í dag mikilvægur hlekkur þeirra fyrirtækja sem bjóða uppá menningar- og ferðamálatengda starfsemi.

Menningar-og ferðamálaráð leggur til að farið verði í samningagerð við Félag áhugamanna um Skrímslasetur og felur Menningar-og ferðamálafulltrúa í samstarfi við bæjarstjóra að fara í þá vinnu.




26. apríl 2021 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi dags. 29. mars 2021 frá Félagi áhugamanna um Skrímslasetur.

Félagið óskar eftir styrk til reksturs Skrímslasetursins á Bíldudal fyrir árið 2021 að upphæð 200 þúsund krónum. Menningar-og ferðamálaráð tók beiðnina fyrir á 15. fundi sínum 13. apríl sl. og leggur til að farið verði í samningagerð við Félag áhugamanna um Skrímslasetur og fól menningar-og ferðamálafulltrúa í samstarfi við bæjarstjóra að fara í þá vinnu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að samningi við Félag áhugamanna um Skrímslasetur.