Hoppa yfir valmynd

Umsókn um lóð á Bíldudalshöfn.

Málsnúmer 2104004

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. apríl 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Jóni Þórðarsyni dags. 7. apríl 2021. Í erindinu er óskað eftir viðræðum um lóð fyrir varanlegt 100 fermetra hús á hafnarsvæðinu á Bíldudal til móttöku á fiski og þjónustu við fiskmóttöku. Þá er sótt um stöðuleyfi fyrir bráðabrigðarhúsi við höfnina á meðan umræða og afgreiðsla lóðarumsóknar er í ferli.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir stöðuleyfi til eins árs fyrir 100m2 aðstöðu á hafnarsvæðinu, aðstöðuna skal staðsetja í samráði við hafnarstjóra.

Ráðið felur hafnarstjóra að kanna með líklegan stað á hafnarsvæðinu undir framtíðarstaðsetningu fyrir móttökuhús fyrir fisk og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi.
18. maí 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Á 30. fundi hafna- og atvinnumálaráðs var hafnarstjóra falið að kanna með líklegan stað á hafnarsvæðinu undir framtíðarstaðsetningu fyrir móttökuhús fyrir fisk og kynna fyrir ráðinu.

Hafnarstjóri fór yfir staðsetningar á hafnarsvæðinu þar sem mögulegt væri að koma fyrir móttökuhúsi fyrir fisk.

Hafna- og atvinnumálaráð frestar afgreiðslu málsins.