Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn, viðbygging við Strandgötu 1, Bíldudal.

Málsnúmer 2104007

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. apríl 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Jón Garðar Jörundsson vék af fundi.

Fyrirspurn frá Arnarlax ehf. dags. 8. apríl. Í erindinu er óskað eftir afstöðu skipulags- og umhverfisráðs til viðbyggingar við Strandgötu 1, Bíldudal. Hugmyndin er að stækka verkstæði við Strandgötu 1 um 57 m2 til suðvesturs. Byggingin yrði 5m á breidd og tæpir 11,5m á lengd. Stækkunin er fyrir utan byggingarreit og lóð Strandgötu 1.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Óska þarf eftir stækkun á lóð Strandgötu 1 sem viðbyggingunni nemur. Grenndarkynna þarf framkvæmdina þar sem stækkunin er utan byggingarreits. Erindinu er vísað áfram til Hafna- og atvinnumálaráðs.

Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn.




18. maí 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 83. fundi skipulags- og umvherfisráðs. Fyrirspurn frá Arnarlax ehf. dags. 8. apríl. Í erindinu er óskað eftir afstöðu skipulags- og umhverfisráðs til viðbyggingar við Strandgötu 1, Bíldudal. Hugmyndin er að stækka verkstæði við Strandgötu 1 um 57 m2 til suðvesturs. Byggingin yrði 5m á breidd og tæpir 11,5m á lengd. Stækkunin er fyrir utan byggingarreit og lóð Strandgötu 1.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og tekur jákvætt í erindið. Óska þarf eftir stækkun á lóð Strandgötu 1 sem viðbyggingunni nemur. Grenndarkynna þarf framkvæmdina þar sem stækkunin er utan byggingarreits.