Hoppa yfir valmynd

Umsókn um lóð fyrir björgunarsveitarhús.

Málsnúmer 2104013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. apríl 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Björgunarsveitinni Blakk, ódags. Í erindinu er óskað eftir lóð á Patreksfirði fyrir nýtt björgunarsveitarhús, húsið þarf að vera um 4-500m2 að grunnfleti að frátaldri lóð umhverfis húsið en núverandi húsnæði er sprungið utan af sveitinni og annar ekki lengur starfsemi sveitarinnar.

Byggingarfulltrúa falið að skoða möguleg svæði með forsvarsmönnum Björgunarsveitar Blakks undir húsið samkvæmt skilmálum nýs aðalskipulags sem nú er að fara í auglýsingu.