Hoppa yfir valmynd

Jarðstrengur milli Mjólkár og Bíldudals -beiðni um umsögn

Málsnúmer 2104014

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. apríl 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram bréf Jóns Ágústs Jónssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um fyrirhugaða lagningu 66 kv jarðstrengs milli Mjólkár og Bíldudals og sæstrengs yfir Arnarfjörð.

Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að tryggja áreiðanleika raforkuafhendingar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Lagður verður nýr um 3 km langur 66 kV jarðstrengur frá iðnaðarsvæði sunnan við Bíldudal meðfram sunnanverðum Bíldudalsvogi að landtaki áður en komið er að Haganesi. Þaðan verður um 11,4 km langur, 66 kV sæstrengur lagður yfir Arnarfjörð fyrir Langanes með landtak í Auðkúlubót. Að lokum verður svo lagður um 16 km langur 66 kV jarðstrengur frá Mjólká og að landtaki sæstrengs í Auðkúlubót, að mestu samhliða þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðavegi milli Mjólkár og Hrafnseyrar.

Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir gögn framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 11 gr. í reglugerð 660/2015. Skipulags- og umhverfisráði telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum, þá vekur ráðið athygli á að sá hluti framkvæmdarinnar er fellur innan Vesturbyggðar er háð framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar.




26. apríl 2021 – Bæjarráð

Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um fyrirhugaða lagningu 66 kv jarðstrengs milli Mjólkár og Bíldudals og sæstrengs yfir Arnarfjörð. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að tryggja áreiðanleika raforkuafhendingar á sunnanverðum Vestfjörðum. Lagður verður nýr um 3 km langur 66 kV jarðstrengur frá iðnaðarsvæði sunnan við Bíldudal meðfram sunnanverðum Bíldudalsvogi að landtaki áður en komið er að Haganesi. Þaðan verður um 11,4 km langur, 66 kV sæstrengur lagður yfir Arnarfjörð fyrir Langanes með landtak í Auðkúlubót. Að lokum verður svo lagður um 16 km langur 66 kV jarðstrengur frá Mjólká og að landtaki sæstrengs í Auðkúlubót, að mestu samhliða þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðavegi milli Mjólkár og Hrafnseyrar.